Erlent

Málshöfun vegna auglýsinga í bíó

Óli Tynes skrifar
Jájá, nóg af auglýsingum.
Jájá, nóg af auglýsingum.

Kínversk kona hefur höfðað mál á hendur kvikmyndahúsi fyrir að eyða tuttugu mínútum af tíma sínum með auglýsingum áður en myndin sem hún ætlaði að sjá kom á tjaldið.

Konan sem er lögfræðingur sakar kvikmyndahúsið bæði um tímaþjófnað og fyrir að brjóta á valfrelsi sínu.

Hún krefst þess að fá miðann endurgreiddan en hann kostaði um 400 krónur. Hún vill fá aðrar 400 krónur í skaðabætur og 10 krónur fyrir andlega þjáningu. Loks vill hún fá bréf þar sem hún er beðin afsökunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×