Erlent

Um 200 kínverskir flugmenn fölsuðu upplýsingar um flugreynslu

Flugmálayfirvöld í Kína hafa komist að því að um 200 flugmenn hjá almennum flugfélögum landsins hafa falsað upplýsingar um flugreynslu sína.

Flugmálayfirvöld hófu rannsókn á málinu í kjölfar versta flugslyss í sögu landsins í síðasta mánuði. Þá hrapaði farþegaþota frá Shenzhen Airlines til jarðar með þeim afleiðingum að 42 fórust og 54 slösuðust. Engar upplýsingar hafa fengist um tildrög þessa slyss.

Stór hluti af flugmönnunum 200 hafa verið sviptir flugskírteinum sínum og aðrir hafa verið sendir á endurmenntunarnámskeið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×