Enn um styrk fræðasviða og mikilvægi hugvísinda Eiríkur Smári Sigurðarson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í þremur greinum í Fréttablaðinu kynnt nýja stefnu í háskólamálum og í frumvarpi til fjárlaga, þar sem frekari niðurskurður í fjármögnun háskóla er boðaður ásamt breytingum á reiknilíkani sem notað er til að skipta fjárveitingum milli háskólanna, kemur einnig fram ákveðin stefna. Af sumu sem hefur verið ritað í kjölfarið mætti ætla að nú eigi að flytja fé í stórum stíl úr „hörðum“ greinum yfir í „mjúkar“ og að þetta muni draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar og valda samfélaginu varanlegu tjóni. Kennsluframlög til háskólanna eru reiknuð út miðað við áætlaðan fjölda nemenda á fræðasviðum háskólanna og hvað hver nemandi er talinn kosta á einu ári að meðaltali. Nú er augljóslega misdýrt að mennta nemendur eftir því í hvaða námi þeir eru og þeir eru því flokkaði í misháa reikniflokka. Þannig er ódýrara að halda úti námi sem byggist nær eingöngu á fyrirlestrum sem margir nemendur geta sótt í einu en námi sem byggist á verkefnavinnu, þjálfun á rannsóknastofu eða vettvangi eða námi sem mjög fáir nemendur stunda, að ekki sé talað um listnám sem fer jafnvel fram í einkatímum. Tækjakostur og aðbúnaður er auðvitað misdýr en munur á kostnaði skýrist að miklu leyti af eðli kennslunnar og hópastærð. Tannlæknanám er í dýrasta reikniflokki vegna þess að þar eru einungis teknir inn örfáir nemendur á hverju ári. Nám í hugvísindum og félagsvísindum er metið langódýrast og það hefur lengi verið vitað að lægsti reikniflokkurinn er of lágur. Hann virkar þar sem hægt er að kenna í stórum hópum en nám á þessum sviðum fer alls ekki allt þannig fram. Vandamálið hefur verið sérstaklega áberandi í hugvísindum þar sem eru margar mikilvægar námsgreinar með fáum nemendum, sérstaklega í tungumálum. Kennsluaðferðir hafa líka þróast á undanförnum árum og á seinni stigum náms er meira gert úr verkefnavinnu, málstofum og öðru sem skilar mun betri árangri en fyrirlestrar en getur ekki farið fram í stórum hópum. Reikniflokkarnir hafa ekki fylgt þessari þróun eftir. Af þessum sökum þurftu hugvísindin við Háskóla Íslands þegar árin fyrir hrun að hagræða mjög í rekstri. Endurskoðun á vægi reikniflokka var því nauðsynleg en er vonandi bara fyrsta skref í stærri endurskoðun á reiknilíkaninu þar sem kennslufyrirkomulag á öllum fræðasviðum verður skoðað. Síðustu daga hefur mikið verið gert úr breyttum áherslum í háskólamálum sem koma fram í leiðréttu reiknilíkani, þar sem lægsti flokkurinn hækkar hlutfallslega (þó hann lækki í krónutölu) en hærri flokkarnir lækka til að mæta mismuninum (fyrir utan hjúkrunarfræðina sem er eini flokkurinn sem hækkar). Kennarar í Raunvísindadeild Háskóla Íslands mótmæla þessum breytingum, málið fær talsverða umfjöllun í utandagskrárumræðu um háskólamál á Alþingi 18. október sl. og í nokkrum aðsendum greinum í Fréttablaðinu hefur breytingunum verið mótmælt. Mótmælin byggjast á þeirri skoðun að með þessu sé verið að grafa undan nýsköpun og þekkingariðnaði í landinu og þar með draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar. Nú er engin ástæða til að efast um mikilvægi raunvísinda, verkfræði og tæknigreina en vert að benda á að án öflugs háskólanáms og rannsókna í hugvísindum verður samfélagið ekki bara menningarlega fábreyttara heldur mun það líka draga úr hæfni okkar til nýsköpunar og gera hana fátæklegri. Við þurfum fólk með góða þekkingu á erlendum tungumálum og þjóðum meira en nokkru sinni fyrr til að styrkja okkur í samfélagi þjóðanna sem og þekkingu á menningu okkar og sögu, m.a. til að menningartengd ferðaþjónusta – sem er einn af vaxtasprotunum í atvinnulífi Íslands – velti sér ekki upp úr yfirborðsmennsku og tómu sjálfshóli. Við þurfum umfram allt fólk sem kann að lesa, túlka og gagnrýna til að við komumst áfram á styrkari grunni en við byggðum á síðastliðin ár. Til að þetta verði þarf öflugt nám og rannsóknir í hugvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í þremur greinum í Fréttablaðinu kynnt nýja stefnu í háskólamálum og í frumvarpi til fjárlaga, þar sem frekari niðurskurður í fjármögnun háskóla er boðaður ásamt breytingum á reiknilíkani sem notað er til að skipta fjárveitingum milli háskólanna, kemur einnig fram ákveðin stefna. Af sumu sem hefur verið ritað í kjölfarið mætti ætla að nú eigi að flytja fé í stórum stíl úr „hörðum“ greinum yfir í „mjúkar“ og að þetta muni draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar og valda samfélaginu varanlegu tjóni. Kennsluframlög til háskólanna eru reiknuð út miðað við áætlaðan fjölda nemenda á fræðasviðum háskólanna og hvað hver nemandi er talinn kosta á einu ári að meðaltali. Nú er augljóslega misdýrt að mennta nemendur eftir því í hvaða námi þeir eru og þeir eru því flokkaði í misháa reikniflokka. Þannig er ódýrara að halda úti námi sem byggist nær eingöngu á fyrirlestrum sem margir nemendur geta sótt í einu en námi sem byggist á verkefnavinnu, þjálfun á rannsóknastofu eða vettvangi eða námi sem mjög fáir nemendur stunda, að ekki sé talað um listnám sem fer jafnvel fram í einkatímum. Tækjakostur og aðbúnaður er auðvitað misdýr en munur á kostnaði skýrist að miklu leyti af eðli kennslunnar og hópastærð. Tannlæknanám er í dýrasta reikniflokki vegna þess að þar eru einungis teknir inn örfáir nemendur á hverju ári. Nám í hugvísindum og félagsvísindum er metið langódýrast og það hefur lengi verið vitað að lægsti reikniflokkurinn er of lágur. Hann virkar þar sem hægt er að kenna í stórum hópum en nám á þessum sviðum fer alls ekki allt þannig fram. Vandamálið hefur verið sérstaklega áberandi í hugvísindum þar sem eru margar mikilvægar námsgreinar með fáum nemendum, sérstaklega í tungumálum. Kennsluaðferðir hafa líka þróast á undanförnum árum og á seinni stigum náms er meira gert úr verkefnavinnu, málstofum og öðru sem skilar mun betri árangri en fyrirlestrar en getur ekki farið fram í stórum hópum. Reikniflokkarnir hafa ekki fylgt þessari þróun eftir. Af þessum sökum þurftu hugvísindin við Háskóla Íslands þegar árin fyrir hrun að hagræða mjög í rekstri. Endurskoðun á vægi reikniflokka var því nauðsynleg en er vonandi bara fyrsta skref í stærri endurskoðun á reiknilíkaninu þar sem kennslufyrirkomulag á öllum fræðasviðum verður skoðað. Síðustu daga hefur mikið verið gert úr breyttum áherslum í háskólamálum sem koma fram í leiðréttu reiknilíkani, þar sem lægsti flokkurinn hækkar hlutfallslega (þó hann lækki í krónutölu) en hærri flokkarnir lækka til að mæta mismuninum (fyrir utan hjúkrunarfræðina sem er eini flokkurinn sem hækkar). Kennarar í Raunvísindadeild Háskóla Íslands mótmæla þessum breytingum, málið fær talsverða umfjöllun í utandagskrárumræðu um háskólamál á Alþingi 18. október sl. og í nokkrum aðsendum greinum í Fréttablaðinu hefur breytingunum verið mótmælt. Mótmælin byggjast á þeirri skoðun að með þessu sé verið að grafa undan nýsköpun og þekkingariðnaði í landinu og þar með draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar. Nú er engin ástæða til að efast um mikilvægi raunvísinda, verkfræði og tæknigreina en vert að benda á að án öflugs háskólanáms og rannsókna í hugvísindum verður samfélagið ekki bara menningarlega fábreyttara heldur mun það líka draga úr hæfni okkar til nýsköpunar og gera hana fátæklegri. Við þurfum fólk með góða þekkingu á erlendum tungumálum og þjóðum meira en nokkru sinni fyrr til að styrkja okkur í samfélagi þjóðanna sem og þekkingu á menningu okkar og sögu, m.a. til að menningartengd ferðaþjónusta – sem er einn af vaxtasprotunum í atvinnulífi Íslands – velti sér ekki upp úr yfirborðsmennsku og tómu sjálfshóli. Við þurfum umfram allt fólk sem kann að lesa, túlka og gagnrýna til að við komumst áfram á styrkari grunni en við byggðum á síðastliðin ár. Til að þetta verði þarf öflugt nám og rannsóknir í hugvísindum.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun