Erlent

Blaðamenn fordæma WikiLeaks

Barist í Afganistan.
Barist í Afganistan. Mynd/AP

Samtökin Blaðamenn án landamæra hafa skrifað WikiLeaks opið bréf þar sem þau gagnrýna harðlega birtingu á 70 þúsund leyniskjölum bandaríska hersins um stríðið í Afganistan.

Blaðamennirnir segja að þetta sé hættulegt athæfi. Auðvelt sé fyrir talibana og önnur hernaðarsamtök að nota þessi skjöl til að búa til lista yfir fólk sem verði myrt í hefndarárásum.

Julian Assange stofnandi WikiLeaks tilkynnti í gær að 15 þúsund leyniskjöl til viðbótar yrðu birt á vefsíðunni þrátt fyrir mótmæli bandarískra stjórnvalda.

Blaðamenn án landamæra taka undir kröfu Bandaríkjamanna um að skjölin verði ekki birt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×