Leita að elstu öldungunum 13. ágúst 2010 04:00 Japanar hafa hingað til verið taldir verða allra þjóða elstir. nordicphotos/AFP Japanar státa sig af meira langlífi en aðrar þjóðir. Strik var þó sett í þann reikning í síðasta mánuði þegar í ljós kom að hundruð manna, sem hafa verið á skrá yfir elsta fólk Japans, eru ýmist löngu látnir eða ekkert hefur til þeirra spurst svo árum eða jafnvel áratugum skiptir. Athygli japanskra fjölmiðla hefur síðan beinst mjög að sögum um ættingja sem eiga að hafa reynt að svíkja út tryggingabætur. Einnig hafa birst fréttir um önnum hlaðna starfsmenn félagsþjónustunnar og dapurlegar lýsingar á einangrun aldraðra sem hægt og rólega hafa glatað öllum tengslum við samfélagið. Umræðan fór af stað eftir að Sogen Koto, sem talinn var elsti karlmaður í Tókíó, 111 ára gamall, reyndist þegar lögreglan fór að kanna málið hafa verið látinn í 32 ár. Lík mannsins fannst í íbúð hans, en ættingjar höfðu jafnan sagt hann við hestaheilsu en lítt mannblendinn. Ættingjarnir sæta nú lögreglurannsókn. Þetta varð til þess að lögreglan hóf leit að öðru fólki, sem talið var á lífi í hárri elli. Sú leit skilaði hrollvekjandi niðurstöðum. Þannig reyndist Fusa Furuya, kona sem talin var 113 ára gömul og þar með elsta konan í höfuðborginni, hvergi finnanleg. Í borginni Kobe hafa yfirvöld einnig árangurslaust reynt að hafa uppi á meira en hundrað manns, sem taldir voru eldri en hundrað ára, þar á meðal einni konu sem talin var 125 ára. Fullvíst þykir að skrifa megi meint langlífi þeirrar konu, sem og þriggja annarra íbúa Kobe sem taldir voru eldri en 120 ára, á reikning embættismanna sem kastað hafa til höndunum þegar kom að skráningu íbúanna. Samkvæmt opinberum skýrslum eru 40.399 manns í Japan orðnir hundrað ára eða eldri. Alvarlegar efasemdir hafa nú vaknað um réttmæti þessara upplýsinga. „Fjölskyldurnar, sem eiga að vera nákomnastar þessu aldraða fólki, vita ekki hvar það er niðurkomið og hafa í mörgum tilvikum ekki einu sinni haft fyrir því að biðja lögreglu að grennslast fyrir um það,“ segir í leiðara dagblaðsins Asahi. Í sama blaði er bent á eina skuggahlið þessa máls: Ef dauðsföll eru ekki tilkynnt til stjórnvalda halda lífeyrisgreiðslur áfram að berast og það virðist í sumum tilfellum hafa hvatt ættingja til þess að skýra ekki frá því þegar aldraðir falla frá. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Japanar státa sig af meira langlífi en aðrar þjóðir. Strik var þó sett í þann reikning í síðasta mánuði þegar í ljós kom að hundruð manna, sem hafa verið á skrá yfir elsta fólk Japans, eru ýmist löngu látnir eða ekkert hefur til þeirra spurst svo árum eða jafnvel áratugum skiptir. Athygli japanskra fjölmiðla hefur síðan beinst mjög að sögum um ættingja sem eiga að hafa reynt að svíkja út tryggingabætur. Einnig hafa birst fréttir um önnum hlaðna starfsmenn félagsþjónustunnar og dapurlegar lýsingar á einangrun aldraðra sem hægt og rólega hafa glatað öllum tengslum við samfélagið. Umræðan fór af stað eftir að Sogen Koto, sem talinn var elsti karlmaður í Tókíó, 111 ára gamall, reyndist þegar lögreglan fór að kanna málið hafa verið látinn í 32 ár. Lík mannsins fannst í íbúð hans, en ættingjar höfðu jafnan sagt hann við hestaheilsu en lítt mannblendinn. Ættingjarnir sæta nú lögreglurannsókn. Þetta varð til þess að lögreglan hóf leit að öðru fólki, sem talið var á lífi í hárri elli. Sú leit skilaði hrollvekjandi niðurstöðum. Þannig reyndist Fusa Furuya, kona sem talin var 113 ára gömul og þar með elsta konan í höfuðborginni, hvergi finnanleg. Í borginni Kobe hafa yfirvöld einnig árangurslaust reynt að hafa uppi á meira en hundrað manns, sem taldir voru eldri en hundrað ára, þar á meðal einni konu sem talin var 125 ára. Fullvíst þykir að skrifa megi meint langlífi þeirrar konu, sem og þriggja annarra íbúa Kobe sem taldir voru eldri en 120 ára, á reikning embættismanna sem kastað hafa til höndunum þegar kom að skráningu íbúanna. Samkvæmt opinberum skýrslum eru 40.399 manns í Japan orðnir hundrað ára eða eldri. Alvarlegar efasemdir hafa nú vaknað um réttmæti þessara upplýsinga. „Fjölskyldurnar, sem eiga að vera nákomnastar þessu aldraða fólki, vita ekki hvar það er niðurkomið og hafa í mörgum tilvikum ekki einu sinni haft fyrir því að biðja lögreglu að grennslast fyrir um það,“ segir í leiðara dagblaðsins Asahi. Í sama blaði er bent á eina skuggahlið þessa máls: Ef dauðsföll eru ekki tilkynnt til stjórnvalda halda lífeyrisgreiðslur áfram að berast og það virðist í sumum tilfellum hafa hvatt ættingja til þess að skýra ekki frá því þegar aldraðir falla frá. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent