Göran Lindberg er 64 ára gamall. Hann var einn af þekktustu og virtustu lögreglustjórum Svíþjóðar. Hann var síðast lögreglustjóri í Uppsölum en fyrir það hafði hann meðal annars verið skólastjóri Lögreglustjórans.
Hann var einnig eftirsóttur fyrirlesari og flutti oft erindi um jafnrétti, kynferðislegt ofbeldi, einelti og siðferði og vinnureglur í opinberu starfi.
Það kom því eins og þruma úr heiðskóru lofti þegar í ljós kom að hann var raðnauðgari, ofbeldisseggur og melludólgur.
Ákæran á hendur honum var í 23 liðum. Þar af voru margar nauðganir. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að nauðga tveimur sautján ára stúlkum af slíkum hrottaskap að það stórsá á þeim.
Þegar hann var handtekinn var hann á leið til fundar við fjórtán ára telpu. Í fórum sínum hafði hann meðal annars leðursvipur, víbratora og Viagra.