Erlent

Merki um líf hafa fundist á Mars

Vísindamenn hafa fundið steina sem þeir segja að gætu innihaldið steingerðar leifar lífvera á Mars fyrir milljörðum ára.

Steinarnir fundust í skurði á svæði sem heitir Nili Fossae á Mars en samkvæmt vísindamönnunum eru aðstæður þar mjög líkar þeim sem eru í hluta af Ástralíu þar sem fyrstu merki um líf á jörðinni hafa fundist.

Steinarnir sem hér um ræðir eru nærri fjögurra milljarða ára gamlir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×