Erlent

Reyndi að smygla 2 milljónum í reiðufé í nærbuxunum

Árvökulir tollverðir á alþjóðaflugvelinum við Belfast á Írlandi tóku eftir því að ítalskur maður á leið í flug til Rómar virtist sérlega vel vaxinn að neðan.

Við athugun kom í ljós að maðurinn var með 10.000 pund í seðlum, eða hátt í tvær milljónir króna, faldar í nærbuxum sínum. Manninum tókst ekki að gefa sannfærandi skýringar á þessu fé.

Tollurinn hefur ákveðið að halda féinu um sinn eða þar til og ef Ítalinn getur útskýrt tilurð þessara seðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×