Stjórnlagaþing eða sjónarspil? Sveinn Valfells skrifar 26. nóvember 2010 09:50 Stjórnlagaþing á Íslandi er löngu tímabært. Stjórnarskráin er leifar frá dönsku nýlendustjórninni sem velkst hefur í höndum hins spillta flokkakerfis um áratuga skeið án nauðsynlegra endurbóta. Stjórnlagaþing sem nú fer í hönd er hins vegar um margt meingallað. Boðað er til þess með allt of stuttum fyrirvara fyrir kjósendur að kynna sér málefni. Frambjóðendur fengu mjög stuttan frest til að bjóða sig fram, einnig er mjög skammur tími til kynna sér þau fjölmörgu framboð sem komu fram. Nýja stjórnarskrá á að leggja beint fyrir þjóðina. Alþingi á ekki að fjalla um niðurstöðuna eins og lögin um stjórnlagaþing kveða á um. Alþingi er ekki lýðræðislega kosið, kjósendum er mismunað eftir búsetu og atkvæði þeirra bundin við flokkslista. Kosningakerfið býður einnig upp á mismunun. Það er flókið í útreikningum og hefur ekki verið notað á Íslandi áður. Í þessu kerfi geta þekktir og vel skipulagðir frambjóðendur sem benda á meðframbjóðendur ýtt til hliðar öðrum og náð hópi fólks inn á þingið og verulegum ítökum á þinginu. Dæmi sem stillt er upp á vefnum kosning.is sýnir þetta ágætlega. Kosningakerfið verður þá ekki persónukosning heldur dulbúin listakosning. Slík dulbúin listakosning með stuttum fyrirvara hentar best þeim hagsmunasamtökum sem þegar hafa mikil ítök í íslensku þjóðfélagi, ekki síst stjórnmálaflokkum sem kunna að smala bæði frambjóðendum og kjósendum með stuttum fyrirvara. Reynir Axelsson stærðfræðingur hefur áður bent á að það veki „ugg og tortryggni" hve skammur frestur er gefinn til framboðs til stjórnlagaþings og til undirbúnings þjóðfundar. Það dulbúna listakerfi sem valið hefur verið til kosninganna hentar núverandi flokksmaskínum og vekur enn frekari efasemdir um undirbúning og umgjörð þingsins. Lög um stjórnalagaþing voru frumvarp forsætisráðherra, er tilviljun ein að svona var að málum staðið? Eina leið þeirra sem vilja ná fram umbótum á stjórnkerfi landsins og koma í veg fyrir að hin spilltu, gömlu öfl sem nú ráða nái verulegum ítökum á þinginu er fylkja sér á bak við þá frambjóðendur sem eru þekktastir og virtastir af þeim sem hafa gagnrýnt gamla kerfið og kjósa þá í efstu sæti. Í næstu sæti á eftir er best að kjósa þá sem þeir þekktustu í hópi gagnrýnenda benda á. Kjósendur sem vilja Nýtt Ísland mega alls ekki kjósa neina frambjóðendur sem hafa mikil og náin tengsl við núverandi flokka, til dæmis fólk sem tekið hefur þátt í prófkjörum flokkanna undanfarin ár eða gegnt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir núverandi eða síðustu ríksstjórn. Frambjóðendur sem eru innmúraðir og innvígðir í gamla flokkakerfið eru ekkert annað en Trójuhestar, þeir munu engu breyta sem máli skiptir. Ef gamlir flokksjálkar ná undirtökum á þinginu breytist ekkert, þá verður áfram óstjórn og spilling, sukkað verður með lífeyri landsmanna og náttúran lögð undir orkuver sem framleiða niðurgreidda raforku handa stórfyrirtækjum með skattaívilnanir. Vonandi verður þetta stjórnlagaþing eitthvað meira en sjónarspil, eitthvað meira en tugga gömlu, spilltu flokkanna sem hent er upp í þjóðina til að hafa hana góða. Vonandi leggur það drög að betra þjóðfélagi. Vonandi munu sem flestir Íslendingar kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþing á Íslandi er löngu tímabært. Stjórnarskráin er leifar frá dönsku nýlendustjórninni sem velkst hefur í höndum hins spillta flokkakerfis um áratuga skeið án nauðsynlegra endurbóta. Stjórnlagaþing sem nú fer í hönd er hins vegar um margt meingallað. Boðað er til þess með allt of stuttum fyrirvara fyrir kjósendur að kynna sér málefni. Frambjóðendur fengu mjög stuttan frest til að bjóða sig fram, einnig er mjög skammur tími til kynna sér þau fjölmörgu framboð sem komu fram. Nýja stjórnarskrá á að leggja beint fyrir þjóðina. Alþingi á ekki að fjalla um niðurstöðuna eins og lögin um stjórnlagaþing kveða á um. Alþingi er ekki lýðræðislega kosið, kjósendum er mismunað eftir búsetu og atkvæði þeirra bundin við flokkslista. Kosningakerfið býður einnig upp á mismunun. Það er flókið í útreikningum og hefur ekki verið notað á Íslandi áður. Í þessu kerfi geta þekktir og vel skipulagðir frambjóðendur sem benda á meðframbjóðendur ýtt til hliðar öðrum og náð hópi fólks inn á þingið og verulegum ítökum á þinginu. Dæmi sem stillt er upp á vefnum kosning.is sýnir þetta ágætlega. Kosningakerfið verður þá ekki persónukosning heldur dulbúin listakosning. Slík dulbúin listakosning með stuttum fyrirvara hentar best þeim hagsmunasamtökum sem þegar hafa mikil ítök í íslensku þjóðfélagi, ekki síst stjórnmálaflokkum sem kunna að smala bæði frambjóðendum og kjósendum með stuttum fyrirvara. Reynir Axelsson stærðfræðingur hefur áður bent á að það veki „ugg og tortryggni" hve skammur frestur er gefinn til framboðs til stjórnlagaþings og til undirbúnings þjóðfundar. Það dulbúna listakerfi sem valið hefur verið til kosninganna hentar núverandi flokksmaskínum og vekur enn frekari efasemdir um undirbúning og umgjörð þingsins. Lög um stjórnalagaþing voru frumvarp forsætisráðherra, er tilviljun ein að svona var að málum staðið? Eina leið þeirra sem vilja ná fram umbótum á stjórnkerfi landsins og koma í veg fyrir að hin spilltu, gömlu öfl sem nú ráða nái verulegum ítökum á þinginu er fylkja sér á bak við þá frambjóðendur sem eru þekktastir og virtastir af þeim sem hafa gagnrýnt gamla kerfið og kjósa þá í efstu sæti. Í næstu sæti á eftir er best að kjósa þá sem þeir þekktustu í hópi gagnrýnenda benda á. Kjósendur sem vilja Nýtt Ísland mega alls ekki kjósa neina frambjóðendur sem hafa mikil og náin tengsl við núverandi flokka, til dæmis fólk sem tekið hefur þátt í prófkjörum flokkanna undanfarin ár eða gegnt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir núverandi eða síðustu ríksstjórn. Frambjóðendur sem eru innmúraðir og innvígðir í gamla flokkakerfið eru ekkert annað en Trójuhestar, þeir munu engu breyta sem máli skiptir. Ef gamlir flokksjálkar ná undirtökum á þinginu breytist ekkert, þá verður áfram óstjórn og spilling, sukkað verður með lífeyri landsmanna og náttúran lögð undir orkuver sem framleiða niðurgreidda raforku handa stórfyrirtækjum með skattaívilnanir. Vonandi verður þetta stjórnlagaþing eitthvað meira en sjónarspil, eitthvað meira en tugga gömlu, spilltu flokkanna sem hent er upp í þjóðina til að hafa hana góða. Vonandi leggur það drög að betra þjóðfélagi. Vonandi munu sem flestir Íslendingar kjósa.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun