Algerlega ómögulegt 9. júní 2010 06:00 Stjórnmál eru list hins mögulega. Til að læra þá list verður stjórnmálamaður að kunna að gera greinarmun á því, sem honum er mögulegt - sem hann ræður við - og því, sem honum er ómögulegt - sem hann ræður ekki við. Séu stjórnmálamanni falin völd á hann að einbeita sér að því sem hann getur ráðið við en láta vera yfirlýsingar um það, sem hann ræður ekki við. Ástæðan fyrir þessum ábendingum er grein, sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra ritaði í Fréttablaðið í gær. Þar nefnir hann réttilega mikinn fjárhagsvanda ríkissjóðs, sem ekki stendur lengur undir viðfangsefnum, sem stofnað var til á uppgangsárunum. Meðal tillagna hans um lausn þess vanda er að frysta laun opinberra starfsmanna til næstu þriggja ára og lífeyrisgreiðslur sömu leiðis. Laun opinberra starfsmanna eru ákvörðuð með samningum. „Þjóðarsátt" um frystingu launa þeirra getur ekki orðið nema opinberir starfsmenn fallist á það í samningum við ríkisvaldið. Telur Árni Páll það vera líklegt? Ræður hann við það? Eða er honum mögulegt að ná því fram eftir öðrum leiðum t.d. með setningu laga á Alþingi? Ræður Árni Páll við það? Sama máli gegnir um tillögu hans um frystingu lífeyris landsmanna næstu þrjú árin. Ræður Árni Páll við það? Skrif af þessu tagi vekja annars vegar og að þarflausu andúð launafólks, sem ríkisvaldið þarf að eiga sem best samskipti við á næstu misserum. Hins vegar og einnig að þarflausu grafa þau undan trausti þeirra, sem hvað mest eiga undir því að traust sé til þeirra borið. Þesi grein ráðherrans var satt best að segja algerlega ómöguleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Stjórnmál eru list hins mögulega. Til að læra þá list verður stjórnmálamaður að kunna að gera greinarmun á því, sem honum er mögulegt - sem hann ræður við - og því, sem honum er ómögulegt - sem hann ræður ekki við. Séu stjórnmálamanni falin völd á hann að einbeita sér að því sem hann getur ráðið við en láta vera yfirlýsingar um það, sem hann ræður ekki við. Ástæðan fyrir þessum ábendingum er grein, sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra ritaði í Fréttablaðið í gær. Þar nefnir hann réttilega mikinn fjárhagsvanda ríkissjóðs, sem ekki stendur lengur undir viðfangsefnum, sem stofnað var til á uppgangsárunum. Meðal tillagna hans um lausn þess vanda er að frysta laun opinberra starfsmanna til næstu þriggja ára og lífeyrisgreiðslur sömu leiðis. Laun opinberra starfsmanna eru ákvörðuð með samningum. „Þjóðarsátt" um frystingu launa þeirra getur ekki orðið nema opinberir starfsmenn fallist á það í samningum við ríkisvaldið. Telur Árni Páll það vera líklegt? Ræður hann við það? Eða er honum mögulegt að ná því fram eftir öðrum leiðum t.d. með setningu laga á Alþingi? Ræður Árni Páll við það? Sama máli gegnir um tillögu hans um frystingu lífeyris landsmanna næstu þrjú árin. Ræður Árni Páll við það? Skrif af þessu tagi vekja annars vegar og að þarflausu andúð launafólks, sem ríkisvaldið þarf að eiga sem best samskipti við á næstu misserum. Hins vegar og einnig að þarflausu grafa þau undan trausti þeirra, sem hvað mest eiga undir því að traust sé til þeirra borið. Þesi grein ráðherrans var satt best að segja algerlega ómöguleg.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar