Icelandic Group hefur vottunarferli í þorsk- og ýsuveiðum 26. október 2010 17:27 Icelandic Group hefur hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarstaðli Marine Stewardship Council (MSC). Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að MSC - staðallinn sé sá víðtækasti og virtasti í heiminum yfir sjálfbærar fiskveiðar sem byggja á vísindalegri ráðgjöf. Þá segir að markmiðið sé að íslenskur sjávarútvegur fái þá viðurkenningu sem hann verðskuldar á sviði sjálfbærni og tryggja greiðan aðgang fyrir íslenskt sjávarfang að heimsmarkaði svo íslenskur sjávarútvegur njóti þar sömu tækifæra. Í tilkynningunni segir einnig að um 65% af ýsuafla landsins sé fluttur út til Bretlands, á meðan 16% þorskafla landsins sé fluttur til Bretlands og 12% til Spánar. „Umfang vottunar mun ná yfir heildarafla Íslendinga á þorsk og ýsu innan 200 mílna efnahagslögsögu og allar tegundir veiðarfæra. Vottunin er gerð af faggiltum þriðja aðila og hefur Den Norske Veritas (DNV) verið valið til verksins. Þegar búið verður að innleiða MSC-staðalinn mun heildarafli Íslendinga í þorsk og ýsu, þ.e. 160.000 tonn af þorski og 50.000 tonn af ýsu, fá vottun um að uppruni hans sé frá sjálfsbærum fiskstofni." Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri Icelandic Group, segir í tilkynningunni að Icelandic Group sé eitt af tíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum heims og það hafi staðgóða þekkingu á mikilvægi þess að vörumerki sýni neytendum fram á sjálfbæra framleiðslu. „MSC vottunarferlið er mikilvægt skref í frekari fjárfestingum Icelandic Group í íslenskum sjávarútvegi, en félagið kaupir og markaðssetur 35% af öllum afla sem veiðist við Íslandsstrendur á ári hverju. Það er því mikið ánægjuefni að félagið geti haft forystu um að innleiða slíkt vottunarferli fyrir hönd Íslendinga," segir Ingvar. Rupert Howes, forstjóri MSC segir að ákvörðun fyrirtækisins að innleiða vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Íslandsstrendur sé sögulega mikilvægt og það myni setja markt sitt á flest sem viðkemur veiðum, vinnslu og sölu á bolfiski á Íslandi. „Icelandic Group er leiðandi útflutningsfyrirtæki í Bandaríkjunum og Evrópu og brautryðjendastarf þeirra með MSC-vottun mun hafa mikil áhrif á helstu mörkuðum þess og hjá kaupendum. Ég er fullviss um að verslanir og veitingastaðir þar munu fylgjast af áhuga með vottunarferlinu og vænta árangurs af því. Íslendingar eiga langa sögu af þorsk- og ýsuveiðum sem þeir geta verið stoltir af og við vonumst til að eiga traust samstarf um þessa vottun," segir Rupert. „Með því að innleiða MSC vottunarferlið á Íslandi, er Icelandic Group að styrkja samkeppnishæfni á alþjóðavettvangi og laga sig að strangari kröfum á markaði - kröfum kaupenda um að varan sé úr sjálfbært nýttum fiskstofni sem hefur hlotið MSC vottun af faggiltri vottunarstofu. Að sama skapi geta kaupendur á íslensku sjávarfangi komið þessum skilaboðum áleiðis til neytenda, í verslunum eða veitingahúsum, sem í auknu mæli eru meðvitaðir um mikilvægi þess að fiskveiðar séu sjálfbærar og treysta á MSC vottunarmerkið. Icelandic Group er nú þegar aðili að íslenskum staðli um ábyrga fiskveiðistjórnun (e.Icelandic Responsible Fisheries (IRF) scheme) en staðlarnir tveir styðja við hvorn annan á alþjóðlegum mörkuðum með sjávarfang," segir ennfremur í tilkynningunni. Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Icelandic Group hefur hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarstaðli Marine Stewardship Council (MSC). Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að MSC - staðallinn sé sá víðtækasti og virtasti í heiminum yfir sjálfbærar fiskveiðar sem byggja á vísindalegri ráðgjöf. Þá segir að markmiðið sé að íslenskur sjávarútvegur fái þá viðurkenningu sem hann verðskuldar á sviði sjálfbærni og tryggja greiðan aðgang fyrir íslenskt sjávarfang að heimsmarkaði svo íslenskur sjávarútvegur njóti þar sömu tækifæra. Í tilkynningunni segir einnig að um 65% af ýsuafla landsins sé fluttur út til Bretlands, á meðan 16% þorskafla landsins sé fluttur til Bretlands og 12% til Spánar. „Umfang vottunar mun ná yfir heildarafla Íslendinga á þorsk og ýsu innan 200 mílna efnahagslögsögu og allar tegundir veiðarfæra. Vottunin er gerð af faggiltum þriðja aðila og hefur Den Norske Veritas (DNV) verið valið til verksins. Þegar búið verður að innleiða MSC-staðalinn mun heildarafli Íslendinga í þorsk og ýsu, þ.e. 160.000 tonn af þorski og 50.000 tonn af ýsu, fá vottun um að uppruni hans sé frá sjálfsbærum fiskstofni." Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri Icelandic Group, segir í tilkynningunni að Icelandic Group sé eitt af tíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum heims og það hafi staðgóða þekkingu á mikilvægi þess að vörumerki sýni neytendum fram á sjálfbæra framleiðslu. „MSC vottunarferlið er mikilvægt skref í frekari fjárfestingum Icelandic Group í íslenskum sjávarútvegi, en félagið kaupir og markaðssetur 35% af öllum afla sem veiðist við Íslandsstrendur á ári hverju. Það er því mikið ánægjuefni að félagið geti haft forystu um að innleiða slíkt vottunarferli fyrir hönd Íslendinga," segir Ingvar. Rupert Howes, forstjóri MSC segir að ákvörðun fyrirtækisins að innleiða vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Íslandsstrendur sé sögulega mikilvægt og það myni setja markt sitt á flest sem viðkemur veiðum, vinnslu og sölu á bolfiski á Íslandi. „Icelandic Group er leiðandi útflutningsfyrirtæki í Bandaríkjunum og Evrópu og brautryðjendastarf þeirra með MSC-vottun mun hafa mikil áhrif á helstu mörkuðum þess og hjá kaupendum. Ég er fullviss um að verslanir og veitingastaðir þar munu fylgjast af áhuga með vottunarferlinu og vænta árangurs af því. Íslendingar eiga langa sögu af þorsk- og ýsuveiðum sem þeir geta verið stoltir af og við vonumst til að eiga traust samstarf um þessa vottun," segir Rupert. „Með því að innleiða MSC vottunarferlið á Íslandi, er Icelandic Group að styrkja samkeppnishæfni á alþjóðavettvangi og laga sig að strangari kröfum á markaði - kröfum kaupenda um að varan sé úr sjálfbært nýttum fiskstofni sem hefur hlotið MSC vottun af faggiltri vottunarstofu. Að sama skapi geta kaupendur á íslensku sjávarfangi komið þessum skilaboðum áleiðis til neytenda, í verslunum eða veitingahúsum, sem í auknu mæli eru meðvitaðir um mikilvægi þess að fiskveiðar séu sjálfbærar og treysta á MSC vottunarmerkið. Icelandic Group er nú þegar aðili að íslenskum staðli um ábyrga fiskveiðistjórnun (e.Icelandic Responsible Fisheries (IRF) scheme) en staðlarnir tveir styðja við hvorn annan á alþjóðlegum mörkuðum með sjávarfang," segir ennfremur í tilkynningunni.
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent