Lífið

Tónleikaferðalag um miðborgina á einum degi

´
´

Í tilefni útgáfu plötunnar Skúli mennski og hljómsveitin Grjót fer hljómsveitin í tónleikaferðalag um miðborg Reykjavíkur í dag. Skúli mennski mun troða upp á hinum ýmsu kaffihúsum yfir daginn, ýmist einn með gítar eða með hljómsveitinni Grjót.

Tónleikahaldið hefst klukkan 07.00 um morguninn á kaffihúsinu Café Roma á Rauðarárstíg og endar klukkan 21.00 á Café Rosenberg við Klapparstíg. Einnig verða tónleikar á Tíu dropum klukkan 10.00, Kaffitári í Bankastræti klukkan 11.00, á veitingastaðnum Horninu klukkan 12.00, á kaffihúsinu Glætunni á Laugavegi klukkan 13.00, í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda klukkan 15.00 og á kaffihúsinu Súfistanum á Lækjargötu klukkan 17.00.

Platan hefur að geyma tíu lög eftir Skúla Þórðarson, lagatextarnir takast á við margvísleg efni líkt og drykkjuskap, fjölskyldulíf, yfirbót, ástarþrá og lífshlaup frelsarans svo fátt eitt sé nefnt. Platan var tekin upp í Tankinum í Önundarfirði í mars síðastliðnum. Hægt verður að kaupa plötuna á útgáfutónleikunum sjálfum á Café Rosenberg.

Síðast lék Skúli mennski ásamt hljómsveit á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður og hlaut þar góðar viðtökur tónleikagesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.