Lífið

Danir gefa út Ofsa

Einar Kára fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Ofsa.
Einar Kára fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Ofsa. Fréttablaðið/gva
Danska forlagið Gyldendal hefur keypt útgáfuréttinn á skáldsögu Einars Kárasonar, Ofsa, sem kom út hjá Máli og menningu árið 2008. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2009 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2010.

Fyrri bók Einars um Sturlungaöldina, Óvinafagnaður, er þegar komin út hjá sama forlagi og hlaut góðar undirtektir í Danmörku. Útgáfuréttur Ofsa hefur einnig verið seldur til Þýskalands en Óvinafagnaður kom sömuleiðis út þar í landi sem og í Finnlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.