Lífið

Barnalandskonur hjóla í Simma og Jóa

Notendur er.is eru ekki sáttir við barnahorns­leysi Hamborgarafabrikkunnar. Jói segir dvd-spilarana vera málið.
Notendur er.is eru ekki sáttir við barnahorns­leysi Hamborgarafabrikkunnar. Jói segir dvd-spilarana vera málið. Fréttablaðið/Valli
„Ég er alveg handviss um að þetta geti gengið. Með því að sleppa barnahorninu spöruðum við okkur 20 fermetra, tólf sæti og keyptum bara dvd-spilara fyrir það," segir Jóhannes Ásbjörnsson en fjörugar umræður sköpuðust á umræðuvef barnalands, er.is, um nýjan veitingastað hans og Sigmars Vilhjálmssonar.

Þar efuðust spjallverjar um að dvd-spilarar væru málið, notandi sem skrifar undir nafninu „medister" telur þá félaga vera bjartsýna. „Ég gef þessu 1-2 mánuði, þá verður búið að stela helmingnum af spilurunum og eyðileggja hinn helminginn." Og undir það tekur annar notandi sem kallar sig „trilla77". „Segðu, það er öllu stolið hérna steini léttara," skrifar viðkomandi. Aðrir koma þó Jóa og Simma til bjargar, segja slíka dvd-spilara vera hið mesta þarfaþing.

Jói hefur hins vegar fulla trú á þessum dvd-spilurum en bætir því við að þeim verði ekki otað að fólki. „Nei, þetta verður bara í boði á matseðlinum og fólk þarf að panta þetta alveg sérstaklega. Þetta hefur komið mjög vel út úr prófunum hjá okkur og fólk hefur verið ákaflega sátt við þetta," segir Jói og bætir því við að þeir hafi útbúið sérstakan barnadisk fyrir smáfólkið sem komi þarna inn. „Já, þetta eru Lína Langsokkur, Kalli á þakinu, Pósturinn Páll og Bubbi byggir," útskýrir Jói. Þess má geta að Hamborgarafabrikkan verður opnuð í hádeginu á föstudaginn.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.