Viðskipti innlent

Nýherji tapaði tæplega 700 milljónum króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nýherji tapaði 686 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sem er nýkominn út. Heildartekjur samstæðunnar voru 14.332 milljónir króna og drógust saman um 4% frá fyrra ári.

EBITDA ársins var 62 milljónir króna en afkoma batnaði innanlands á síðari árshelmingi.

Þá kemur fram í ársreikningnum að ráðist hafi verið í víðtækar hagræðingaraðgerðir og meðal annars hafi starfsmönnum á Íslandi fækkað um nær eitt hundrað á árinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×