Engin pressa að hygla að Vettel 13. júlí 2010 09:54 Mark Webber, Sebastian Vettel og Christian Horner ásamt liðsmönnum Red Bull. Mynd: Getty Images Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að engin pressa sá á honum frá eigendum Red Bull liðsins að þjónusta Sebastian Vettel betur en Mark Webber í Formúlu 1 mótum. Webber var mjög ósáttur um helgina, þegar vængur var tekin af bíl hans og settur á bíl Vettels. "Það hefur aldrei verið pressa frá Red Bull að hygla að einum ökumanni umfram annan. Ég ræddi ekki við Helmut eða nokkurn annan frá Red Bull varðandi þá ákvörðun að Vettel fengi vænginn. Þetta var tæknileg ákvörðun sem ég ræddi við Adrian Newey. Það eina sem ég sé eftir eru að ég hafði ekki tíma til að ræða við Mark persónulega um málið fyrir tímatökuna", sagði Horner í frétt á vefsíðu The Telegraph í dag. Hann vill meina að það hefði gefið Webber betri skilning á málinu, en talsverð umræða hefur verið um ákvörðun Horner í fjölmiðlum víða um heim og meðal áhugamanna um Formúlu 1. Helmut Marko sem Horner minnist á er ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins sem á Formúlu 1 lið Red Bull. "Við Mark höfum alltaf átt opinn og góð samskipti og höfum þekkt hvorn annan í meira en áratug. Ég hef alltaf stutt hann eins og Sebastian. Þeir voru báðir syngjandi í veislu á sunnudagskvöld ásamt mér og Newey og fleirum. Það má ekki gleyma því að þetta eru hagstæð úrslit fyrir liðið og við fögnuðum þessu með fjölskyldum Marks og Sebastians", sagði Horner. Lewis Hamilton sem leiðir meistaramótið í Formúlu 1 semur ekki við Vettel, samkvæmt frétt The Telegraph og hafði skoðun á vængskiptunum. "Þetta er ekki fallegt, en ég er mjög, mjög, mjög ánægður fyrir hönd Marks. En það virðist meiri eining innan okkar liðs og þess vegna erum við efstir í báðum stigamótum", sagði Hamilton. Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að engin pressa sá á honum frá eigendum Red Bull liðsins að þjónusta Sebastian Vettel betur en Mark Webber í Formúlu 1 mótum. Webber var mjög ósáttur um helgina, þegar vængur var tekin af bíl hans og settur á bíl Vettels. "Það hefur aldrei verið pressa frá Red Bull að hygla að einum ökumanni umfram annan. Ég ræddi ekki við Helmut eða nokkurn annan frá Red Bull varðandi þá ákvörðun að Vettel fengi vænginn. Þetta var tæknileg ákvörðun sem ég ræddi við Adrian Newey. Það eina sem ég sé eftir eru að ég hafði ekki tíma til að ræða við Mark persónulega um málið fyrir tímatökuna", sagði Horner í frétt á vefsíðu The Telegraph í dag. Hann vill meina að það hefði gefið Webber betri skilning á málinu, en talsverð umræða hefur verið um ákvörðun Horner í fjölmiðlum víða um heim og meðal áhugamanna um Formúlu 1. Helmut Marko sem Horner minnist á er ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins sem á Formúlu 1 lið Red Bull. "Við Mark höfum alltaf átt opinn og góð samskipti og höfum þekkt hvorn annan í meira en áratug. Ég hef alltaf stutt hann eins og Sebastian. Þeir voru báðir syngjandi í veislu á sunnudagskvöld ásamt mér og Newey og fleirum. Það má ekki gleyma því að þetta eru hagstæð úrslit fyrir liðið og við fögnuðum þessu með fjölskyldum Marks og Sebastians", sagði Horner. Lewis Hamilton sem leiðir meistaramótið í Formúlu 1 semur ekki við Vettel, samkvæmt frétt The Telegraph og hafði skoðun á vængskiptunum. "Þetta er ekki fallegt, en ég er mjög, mjög, mjög ánægður fyrir hönd Marks. En það virðist meiri eining innan okkar liðs og þess vegna erum við efstir í báðum stigamótum", sagði Hamilton.
Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira