Bútasaumur og bensínstöðvar Ragnar Sverrisson skrifar 13. júlí 2010 06:00 Við sem stóðum fyrir átakinu Akureyri í öndvegi töldum miklu skipta að heildarbragur yrði á frekari uppbyggingu í miðbænum og samræmis gætt þannig að hann myndaði vistvæna heild frá Samkomuhúsinu og norður fyrir íþróttavöllinn. Með þessu yrði vikið frá því fyrirkomulagi sem hafði ríkt og oft líkt við bútasaum og felst í því að drita niður ósamstæðum byggingum hér og þar - allt eftir hagsmunum einstakra verktaka, einstaklinga eða fyrirtækja. Það er hinsvegar á könnu og á ábyrgð bæjaryfirvalda að gæta heildarsýnar og tryggja að ákvarðanir um byggingar á tilteknum stöðum og aðrar framkvæmdir falli vel að fyrirfram ákveðinni stefnu eins og þeirri sem hið fjölmenna íbúaþing á Akureyri árið 2004 óskaði eftir: Að miðbærinn yrði skjólsæll og bjartur, hús ekki hærri en þau sem fyrir væru og íbúðum fjölgað þar svo úr yrði líflegur vettvangur atvinnu og mannlífs. Þannig voru mótaðar meginlínur sem íbúarnir óskuðu að lagðar væru til grundvallar í nýju heildarskipulagi miðbæjarins. Í arkitektasamkeppni og vandaðri vinnu sérstaks starfshóps sem fram fór í kjölfarið var tekið tillit til þessara óska. Nú liggur fyrir til afgreiðslu í bæjarstjórn nýtt deiliskipulag miðbæjarins sem byggir á þessari sýn. En nú virðist eins og ný bæjarstjórn hafi vikið af þessari leið og leitt bútasaumsaðferðina aftur til öndvegis með tilheyrandi hrossakaupum. Bensínstöðvum skal fjölgað!Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag á reitnum fyrir norðan og neðan Samkomuhúsið. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að þar verði sett á laggirnar enn ein bensínstöðin. Þó eru nægar slíkar í bænum og raunar fleiri á hvern íbúa en fyrir finnast á byggðu bóli. Auk þessarar bensínstöðvar er gert ráð fyrir veitingastað á blettinum í amerískum stíl með tilheyrandi auglýsingamennsku, bílaumferð og skarkala. Dæmigerð bútalausn sem að auki er ekki í neinu samræmi við niðurstöðu íbúaþings að haga skipulaginu á þann veg að miðbærinn laði til sín fleiri íbúa. Lögð var áhersla á að slík byggð yrði í útjaðri miðbæjarins en veitingarekstur og önnur atvinnustarfsemi nær miðjunni eða þá annarsstaðar í bæjarlandinu. Þar eru margir og góðir valkostir. En nú þarf nauðsynlega að fjölga bensínstöðvum því auk þessarar er verið að gefa leyfi fyrir enn annarri á Glerártorgi enda heilir 100 metrar í þá næstu! Um það virðist bæjarstjórnin sammála að sé hið mesta nauðsynjamál! Viljum við þetta?Bútasaumur í skipulagi borga og bæja er kjörland þeirra sem vilja fara sínu fram án heildarsýnar. Hefst þá hið dapurlega bögglauppboð á lóðum og lendum þar sem auðna ræður för en skipulegri hugsun er ýtt til hliðar. Í mörgum bæjarfélögum hefur verið kvartað undan slíkum vinnubrögðum og því haldið fram að aðrir en stjórnir þeirra ráði í raun meiru um skipulagið enda þótt bæjarstjórnir beri ábyrgð á þeim málaflokki. Þá ríður einmitt á að hafa heildarsýn og mótaða stefnu. Það ágæta fólk sem nú hefur tekið við stjórn Akureyrar er ekki þekkt fyrir að hafa hana en frekar talað almennt um einstök málefni, forðast að setja fram mótaðar skoðanir og enn síður hvernig þau hyggjast fylgja þeim eftir. Þau verða því ekki hönkuð á að hafa ekki gert það sem þau vildu stefna að þar sem engin var stefnan. Þess vegna er ástæða til að óttast að í hönd fari blómatími þeirra sem unna ómarkvissum vinnubrögðum við frekari uppbyggingu bæjarins. Fyrsta verk nýrrar bæjarstjórnar bendir því miður til að bútasaumsaðferðin hafi verið leidd til öndvegis og hún síðan skreytt með bensínstöðvum hvar sem unnt er að pota þeim niður í bæjarlandinu. Það er að mínum dómi ógæfuleg stefna og til marks um að til valda sé komið fólk sem hefur ekki tileinkað sér heildarsýn um málaflokka eins og skipulagsmál og sé því berskjaldað gagnvart ásókn sérhagsmunahópa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við sem stóðum fyrir átakinu Akureyri í öndvegi töldum miklu skipta að heildarbragur yrði á frekari uppbyggingu í miðbænum og samræmis gætt þannig að hann myndaði vistvæna heild frá Samkomuhúsinu og norður fyrir íþróttavöllinn. Með þessu yrði vikið frá því fyrirkomulagi sem hafði ríkt og oft líkt við bútasaum og felst í því að drita niður ósamstæðum byggingum hér og þar - allt eftir hagsmunum einstakra verktaka, einstaklinga eða fyrirtækja. Það er hinsvegar á könnu og á ábyrgð bæjaryfirvalda að gæta heildarsýnar og tryggja að ákvarðanir um byggingar á tilteknum stöðum og aðrar framkvæmdir falli vel að fyrirfram ákveðinni stefnu eins og þeirri sem hið fjölmenna íbúaþing á Akureyri árið 2004 óskaði eftir: Að miðbærinn yrði skjólsæll og bjartur, hús ekki hærri en þau sem fyrir væru og íbúðum fjölgað þar svo úr yrði líflegur vettvangur atvinnu og mannlífs. Þannig voru mótaðar meginlínur sem íbúarnir óskuðu að lagðar væru til grundvallar í nýju heildarskipulagi miðbæjarins. Í arkitektasamkeppni og vandaðri vinnu sérstaks starfshóps sem fram fór í kjölfarið var tekið tillit til þessara óska. Nú liggur fyrir til afgreiðslu í bæjarstjórn nýtt deiliskipulag miðbæjarins sem byggir á þessari sýn. En nú virðist eins og ný bæjarstjórn hafi vikið af þessari leið og leitt bútasaumsaðferðina aftur til öndvegis með tilheyrandi hrossakaupum. Bensínstöðvum skal fjölgað!Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag á reitnum fyrir norðan og neðan Samkomuhúsið. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að þar verði sett á laggirnar enn ein bensínstöðin. Þó eru nægar slíkar í bænum og raunar fleiri á hvern íbúa en fyrir finnast á byggðu bóli. Auk þessarar bensínstöðvar er gert ráð fyrir veitingastað á blettinum í amerískum stíl með tilheyrandi auglýsingamennsku, bílaumferð og skarkala. Dæmigerð bútalausn sem að auki er ekki í neinu samræmi við niðurstöðu íbúaþings að haga skipulaginu á þann veg að miðbærinn laði til sín fleiri íbúa. Lögð var áhersla á að slík byggð yrði í útjaðri miðbæjarins en veitingarekstur og önnur atvinnustarfsemi nær miðjunni eða þá annarsstaðar í bæjarlandinu. Þar eru margir og góðir valkostir. En nú þarf nauðsynlega að fjölga bensínstöðvum því auk þessarar er verið að gefa leyfi fyrir enn annarri á Glerártorgi enda heilir 100 metrar í þá næstu! Um það virðist bæjarstjórnin sammála að sé hið mesta nauðsynjamál! Viljum við þetta?Bútasaumur í skipulagi borga og bæja er kjörland þeirra sem vilja fara sínu fram án heildarsýnar. Hefst þá hið dapurlega bögglauppboð á lóðum og lendum þar sem auðna ræður för en skipulegri hugsun er ýtt til hliðar. Í mörgum bæjarfélögum hefur verið kvartað undan slíkum vinnubrögðum og því haldið fram að aðrir en stjórnir þeirra ráði í raun meiru um skipulagið enda þótt bæjarstjórnir beri ábyrgð á þeim málaflokki. Þá ríður einmitt á að hafa heildarsýn og mótaða stefnu. Það ágæta fólk sem nú hefur tekið við stjórn Akureyrar er ekki þekkt fyrir að hafa hana en frekar talað almennt um einstök málefni, forðast að setja fram mótaðar skoðanir og enn síður hvernig þau hyggjast fylgja þeim eftir. Þau verða því ekki hönkuð á að hafa ekki gert það sem þau vildu stefna að þar sem engin var stefnan. Þess vegna er ástæða til að óttast að í hönd fari blómatími þeirra sem unna ómarkvissum vinnubrögðum við frekari uppbyggingu bæjarins. Fyrsta verk nýrrar bæjarstjórnar bendir því miður til að bútasaumsaðferðin hafi verið leidd til öndvegis og hún síðan skreytt með bensínstöðvum hvar sem unnt er að pota þeim niður í bæjarlandinu. Það er að mínum dómi ógæfuleg stefna og til marks um að til valda sé komið fólk sem hefur ekki tileinkað sér heildarsýn um málaflokka eins og skipulagsmál og sé því berskjaldað gagnvart ásókn sérhagsmunahópa.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar