Innlent

Skvetti rauðri málningu á húsnæði AGS

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur aðsetur í húsi fyrir aftan Stjórnarráðið. Mikil málning er á húsinu. Einn var handtekinn.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur aðsetur í húsi fyrir aftan Stjórnarráðið. Mikil málning er á húsinu. Einn var handtekinn. Mynd/Pjetur
Maðurinn var handtekinn fyrir utan Stjórnarráðið.Mynd/Pjetur
Einn maður var handtekinn nú fyrir stundu eftir að hann skvetti rauðri málningu á hús þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur aðsetur. Lögreglumenn handtóku hann fyrir utan Stjórnarráðið.

Áætlað er að um 100 manns séu við Hverfisgötu að mótmæla en barið er á búsáhöld og blásið í lúðra. Mótmælendur færðu sig fyrir framan Stjórnarráðið eftir að hafa mótmælt fyrir utan húsnæði AGS í dágóða stund. Þá er þó nokkur fjöldi ferðamanna sem stendur hjá og fylgist með.

Að sögn lögreglu fylgdist hún með mótmælunum og var tilbúin með mannnskap að grípa inn í ef eitthvað færi úr böndunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×