Umburðarlyndi og bókstafstrú 10. júlí 2010 06:00 Ásgrímur Angantýsson, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, flutti pistil í Víðsjá um daginn, þar sem hann gagnrýndi þá sem stundum eru kallaðir málvöndunarmenn og sagði hugsunarhátt þeirra staðnaðan. Svo mikið lá við að koma afturhaldsorði á okkur sem viljum teljast til þess hóps að pistillinn var birtur sem grein í Fréttablaðinu daginn eftir. Lengi hafa íslenskufræðingar af yngri kynslóðunum amast við hvers konar athugasemdum við málfar og talið „málvillur“ einungis dæmi um „lifandi þróun málsins“. Slík sjónarmið eru engin nýlunda en vont þykir mér að þau skuli nú hafa tekið völdin á Ríkisútvarpinu. Ráðunautnum verður raunar allmjög á í upphafi greinar sinnar þegar hann telur að þátturinn Daglegt mál í Ríkisútvarpinu sé „enn á svipuðum nótum og þegar hann hóf göngu sína fyrir rúmlega hálfri öld.“ Hann áttar sig ekki á því, líklega sökum ungs aldurs, að allmörg ár eru síðan þessi þáttur var lagður niður. Fyrir örfáum árum tók Hanna G. Sigurðardóttir hins vegar upp á því að fá Aðalstein Davíðsson, fyrrverandi málfarsráðunaut RÚV, til vikulegs spjalls í fáeinar mínútur um ýmis málfarsleg atriði sem Hanna telur ýmist til lýta eða fyrirmyndar og hún vekur oftast máls á sjálf. Þetta er yfirleitt skemmtilegt spjall því Aðalsteinn er fróður um málsögu og býsna smekklegur og bæði eru vel máli farin. Gömlu þættirnir voru með allt öðru sniði – en sýndu hins vegar lifandi áhuga þjóðarinnar á tungumálinu. Óskiljanlegar vangavelturMálfarsráðunauturinn gagnrýnir svo Eið Guðnason, sem bloggar m.a. mikið um ambögur í daglegu máli, og félaga á síðu Málræktarklúbbsins á netinu, sem eru iðnir við að benda á það sem miður fer, fyrir að endurtaka í sífellu sömu atriðin. Mér finnst nú ekki veita af að endurtaka gagnrýnina sífellt. Dæmi þau sem ráðunauturinn nefnir í pistli sínum til marks um „bókstafstrú“ málræktarfólks kannast ég hins vegar hreint ekki við að hafi verið í umræðunni. Honum hefði verið nær að taka dæmi frá Eiði ellegar af síðu Málræktarklúbbsins. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki allar vangaveltur ráðunautarins, meðal annars um „hvaða fyrirbæri eru óvinsæl í málsamfélaginu“ og undarleg þykir mér sú fullyrðing að þegar bent er á ambögur og klúðurslegt málfar beinist athyglin „fyrst og fremst að því neikvæða“! Málflækjustíll fréttamannaRáðunauturinn telur að aðalatriðið sé að „varðveita íslenskt málkerfi í megindráttum og efla málnotkun á sem flestum sviðum“. Þetta er náttúrlega hárrétt. En hvar vill hann draga mörkin milli „bókstafstrúar“ og þess? Það er einnig rétt að þeir sem flytja mál sitt opinberlega þurfa að geta gert það skýrt og áheyrilega. Þetta á ekki síst við um starfsmenn Ríkisútvarpsins en ég heyri ekki betur en að á síðustu misserum hafi málfari þeirra hrakað verulega og mér finnst að ráðunauturinn ætti að snúa sér að því að greiða úr málflækjustíl fréttamannanna ungu og sífelldum endurtekningum, sem gerir oft að verkum að fréttir verða illskiljanlegar, fremur en saka okkur, sem látum okkur móðurmál okkar varða, um að „predika málfarslega bókstafstrú [og taka] sjaldnast mið af samhengi eða aðstæðum“. Ég vil frábiðja mér slíkan rakalausan þvætting. Í nafni jákvæðni skal þó tekið fram að RÚV hefur á að skipa mörgu snjöllu og vel máli förnu fólki. Okkur á ekki að standa á sama um hvernig farið er með tungumálið á fjölmiðli eins og RÚV. Á öllum sambærilegum stofnunum í nágrannalöndum okkar gilda ákveðnar reglur um málfar en að sjálfsögðu er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvaða málsnið þeir nota í daglegu lífi. Málfarsráðunautur RÚV á að fylgjast með því að almennum reglum um málfar sé fylgt, m.ö.o. lesa prófarkir, og skóla unga fréttamenn til. Vísindalegar ritgerðir eru góðar út af fyrir sig en koma að takmörkuðu gagni í erli fréttamennskunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Ásgrímur Angantýsson, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, flutti pistil í Víðsjá um daginn, þar sem hann gagnrýndi þá sem stundum eru kallaðir málvöndunarmenn og sagði hugsunarhátt þeirra staðnaðan. Svo mikið lá við að koma afturhaldsorði á okkur sem viljum teljast til þess hóps að pistillinn var birtur sem grein í Fréttablaðinu daginn eftir. Lengi hafa íslenskufræðingar af yngri kynslóðunum amast við hvers konar athugasemdum við málfar og talið „málvillur“ einungis dæmi um „lifandi þróun málsins“. Slík sjónarmið eru engin nýlunda en vont þykir mér að þau skuli nú hafa tekið völdin á Ríkisútvarpinu. Ráðunautnum verður raunar allmjög á í upphafi greinar sinnar þegar hann telur að þátturinn Daglegt mál í Ríkisútvarpinu sé „enn á svipuðum nótum og þegar hann hóf göngu sína fyrir rúmlega hálfri öld.“ Hann áttar sig ekki á því, líklega sökum ungs aldurs, að allmörg ár eru síðan þessi þáttur var lagður niður. Fyrir örfáum árum tók Hanna G. Sigurðardóttir hins vegar upp á því að fá Aðalstein Davíðsson, fyrrverandi málfarsráðunaut RÚV, til vikulegs spjalls í fáeinar mínútur um ýmis málfarsleg atriði sem Hanna telur ýmist til lýta eða fyrirmyndar og hún vekur oftast máls á sjálf. Þetta er yfirleitt skemmtilegt spjall því Aðalsteinn er fróður um málsögu og býsna smekklegur og bæði eru vel máli farin. Gömlu þættirnir voru með allt öðru sniði – en sýndu hins vegar lifandi áhuga þjóðarinnar á tungumálinu. Óskiljanlegar vangavelturMálfarsráðunauturinn gagnrýnir svo Eið Guðnason, sem bloggar m.a. mikið um ambögur í daglegu máli, og félaga á síðu Málræktarklúbbsins á netinu, sem eru iðnir við að benda á það sem miður fer, fyrir að endurtaka í sífellu sömu atriðin. Mér finnst nú ekki veita af að endurtaka gagnrýnina sífellt. Dæmi þau sem ráðunauturinn nefnir í pistli sínum til marks um „bókstafstrú“ málræktarfólks kannast ég hins vegar hreint ekki við að hafi verið í umræðunni. Honum hefði verið nær að taka dæmi frá Eiði ellegar af síðu Málræktarklúbbsins. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki allar vangaveltur ráðunautarins, meðal annars um „hvaða fyrirbæri eru óvinsæl í málsamfélaginu“ og undarleg þykir mér sú fullyrðing að þegar bent er á ambögur og klúðurslegt málfar beinist athyglin „fyrst og fremst að því neikvæða“! Málflækjustíll fréttamannaRáðunauturinn telur að aðalatriðið sé að „varðveita íslenskt málkerfi í megindráttum og efla málnotkun á sem flestum sviðum“. Þetta er náttúrlega hárrétt. En hvar vill hann draga mörkin milli „bókstafstrúar“ og þess? Það er einnig rétt að þeir sem flytja mál sitt opinberlega þurfa að geta gert það skýrt og áheyrilega. Þetta á ekki síst við um starfsmenn Ríkisútvarpsins en ég heyri ekki betur en að á síðustu misserum hafi málfari þeirra hrakað verulega og mér finnst að ráðunauturinn ætti að snúa sér að því að greiða úr málflækjustíl fréttamannanna ungu og sífelldum endurtekningum, sem gerir oft að verkum að fréttir verða illskiljanlegar, fremur en saka okkur, sem látum okkur móðurmál okkar varða, um að „predika málfarslega bókstafstrú [og taka] sjaldnast mið af samhengi eða aðstæðum“. Ég vil frábiðja mér slíkan rakalausan þvætting. Í nafni jákvæðni skal þó tekið fram að RÚV hefur á að skipa mörgu snjöllu og vel máli förnu fólki. Okkur á ekki að standa á sama um hvernig farið er með tungumálið á fjölmiðli eins og RÚV. Á öllum sambærilegum stofnunum í nágrannalöndum okkar gilda ákveðnar reglur um málfar en að sjálfsögðu er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvaða málsnið þeir nota í daglegu lífi. Málfarsráðunautur RÚV á að fylgjast með því að almennum reglum um málfar sé fylgt, m.ö.o. lesa prófarkir, og skóla unga fréttamenn til. Vísindalegar ritgerðir eru góðar út af fyrir sig en koma að takmörkuðu gagni í erli fréttamennskunnar.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun