Erlent

Ekkert hæft í ásökunum

Rússar hafa aðstoðað Írana við að koma sér upp kjarnorkuveri í friðsamlegum tilgangi.
nordicphotos/AFP
Rússar hafa aðstoðað Írana við að koma sér upp kjarnorkuveri í friðsamlegum tilgangi. nordicphotos/AFP
Bandaríkjastjórn tekur undir með írönskum stjórnvöldum, sem segja ekkert hæft í fullyrðingum stjórnarandstæðinga í Írak um að leynileg úranauðgunarstöð sé í smíðum neðanjarðar skammt frá Qazvin, um 120 kílómetra vestur af höfuðborginni Teheran.

Tvenn samtök stjórnarandstæðinga í Írak, NCRI og PMOI, fullyrtu þetta á fimmtudag, en bandarískur embættismaður segir að Bandaríkjamenn hafi vitað af þessum stað og byggingum þar árum saman. Þeir sjái enga ástæðu til að telja að þar fari fram starfsemi sem tengist kjarnorku á neinn hátt.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×