Erlent

Hryðjuverkaárásanna minnst í Bandaríkjunum

Varaforsetinn Joe Biden og Jill eiginkona hans í New York fyrr í dag. Mynd/AP
Varaforsetinn Joe Biden og Jill eiginkona hans í New York fyrr í dag. Mynd/AP
Þess er minnst víða um Bandaríkin í dag að níu ár eru liðin frá því að ráðist var á Tvíburaturnana í New York og varnarmálaráðuneytið í Pentagon með þeim afleiðingum að á þriðja þúsund óbreyttra borgara fórust.

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, og Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, voru viðstaddir athöfn sem fór fram á Ground Zero svæðinu þar sem turnarnir stóðu áður en þeir féllu til grunna þann 11. september 2001 þegar tveimur farþegaflugvélum var flogið á þá af hryðjuverkamönnum. 19 menn tengdir samtökunum Al Kaída rændu fjórum farþegaflugvélum og flugu tveimur þeirra á turnana og einni á bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon í Washington. Fjórða flugvélin hrapaði í Pennsylvaníu.

Barack Obama, forseti, tók taka þátt í minningarathöfn í Pentagon og þá var eiginkona hans, Michelle, í Shanksville í Pennsylvaníu. Þar skammt frá hrapaði fjórða farþegaflugvélin eftir að nokkrir farþeganna reyndu að yfirbuga flugræningjana. 93 fórust þegar flugvélin hrapaði til jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×