Erlent

Þingmaður fékk einkaspæjara til að njósna um samflokksmenn

Jonathan Djanogly.
Jonathan Djanogly.

Breski þingmaðurinn Jonathan Djanogly fékk einkaspæjara til að njósna um samstarfsmenn hans og flokksfélaga í Íhaldsflokknum í Bretlandi í þeim tilgangi að komast að því hvað þeim fyndist um pólitíska framtíð hans. Djanogly er undirráðherra í breska dómsmálaráðuneytinu, en þess er nú krafist að hann segi af sér.

Á síðasta ári komst upp um að hann hefði látið breska ríkið greiða kostnað vegna þrifa á heimili hans. Hann komst í gegnum það hneyksli en ákvað skömmu síðar að ráða einkaspæjara til að hlera álit samflokksmanna á honum. Niðurstaðan var sú að samstarfsmenn hans höfðu lítið álit á þingmanninum og vildu losna við hann úr flokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×