Erlent

Neitar að svara spurningum

Danska lögreglan var með mikinn viðbúnað í höfuðborginni í gær.
Danska lögreglan var með mikinn viðbúnað í höfuðborginni í gær.

Maðurinn sem lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær vegna sprengjutilræðis á hóteli í miðborginni neitar svara spurningum í yfirheyrslum. Lögreglan hefur því ekki enn ekki fundið út hvort hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk eða ekki. Hann liggur á ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn en hann særðist þegar sprengjan sprakk á hótel Jörgensen, skammt frá Nörreport, í gær. Honum er lýst sem enskumælandi, með Miðjarðarhafshreim.

Lögrelan hefur lokið frumrannsókn á hótelinu þar sem sprengjan sprakk og fann hún meðal annars skotvopn. Meira sprengiefni fannst ekki. Danska lögreglan hefur óskað eftir aðstoð bæði evrópskra og alþjóðlegra lögregluyfirvalda við að upplýsa málíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×