Erlent

Blaðamaður myrtur í Aþenu

Óli Tynes skrifar
Sokratis Giolias.
Sokratis Giolias.

Grískur blaðamaður var myrtur fyrir framan heimili sitt í Aþenu í dag. Morðið er rakið til hóps öfgamanna sem kalla sig Samtök byltingarsinna.

Sokratis Giolias var 37 ára gamall. Hann rak einkaútvarpsstöð og skrifaði auk þess á vinsæla frétta-bloggsíðu.

Talið er að morðingjar hans hafi verið tveir eða þrír talsins og þeir skutu hann fimmtán skotum úr sjálfvirkum skammbyssum.

Samtök byltingarsinna lýstu því yfir árið 2009 að þau myndu sérstaklega herja á blaðamenn og lögreglumenn. Þau hafa þegar myrt einn lögreglumann.

Giolias hafði skrifað og fjallað talsvert um hryðjuverkasamtök áður en hann var myrtur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×