Erlent

Konum bannað að reykja á Gaza ströndinni

Óli Tynes skrifar
Múslimakona reykir vatnspípu meðan hún vafrar á netinu á Gaza ströndinni.
Múslimakona reykir vatnspípu meðan hún vafrar á netinu á Gaza ströndinni. Mynd/AP

Hamas samtökin hafa bannað konum að reykja vatnspípur á kaffihúsum á Gaza ströndinni. Slík iðja er mjög vinsæl bæði hjá körlum og konum.

Hamas eru smám saman að skerða frelsi og réttindi kvenna og bönnum sem þau setja fjölgar stöðugt.

Konum er bannað að sitja á skellinöðrum, þeim er bannað að hlæja á baðströndum og þeim er bannað að ganga utan dyra með karlmönnum sem eru ekki eiginmenn þeirra.

Þær geta einnig átt á hættu að verða fyrir aðkasti ef þær hylja ekki höfuð sitt utan dyra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×