Viðskipti innlent

Innflutningur bíla í fyrra aðeins 16,7% af 10 ára meðaltali

Innflutningur bíla hrapaði í fyrra og nam aðeins 16,7% af meðaltali síðustu 10 ára þar á undan. Í fyrra voru nýskráningar bíla samtals 2.211 talsins. Á tímabilinu 1999 til 2008 námu nýskráningar hinsvegar rúmlega 12.500 að meðaltali á hverju ári.

Þetta kemur fram í upplýsingum sem JÞ þjónusta hefur tekið saman og unnin eru upp úr gögnum frá Umferðarstofu.

Fram kemur að mesta var flutt inn af Toyota bifreiðum á síðasta ári eða 378 bílar og var hlutdeild Toyoto því tæp 19% af heildarinnflutningum. Í öðru sæti var síðan Suzuki með 339 bíla eða tæp 17% af heildinni.

Í tölum JÞ kemur fram að um þriðjungur nýrra fólksbifreiða eru díselbílar og um tveir/þriðju bensínbílar en aðeins um 30 eru með aðra orkugjafa. Einnig að um helmingur bílanna er fjórhjóladrifinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×