Erlent

Skógareldar ógna leynilegri kjarnorkuvopnamiðstöð

Yfirvöld í Rússlandi hafa sent hersveitir til leynilegrar kjarnorkuvopnamiðstöðvar til að reyna að koma í veg fyrir að hún verði skógareldum að bráð.

Samkvæmt frétt um málið í Ekstra Bladet er talið að þessi miðstöð sé full af geislavirkum efnum.

Hvorki gengur né rekur hjá Rússum að ráða niðurlögum skógarelda á stórum svæðum austur af Moskvu. Um 50 hafa farist í þeim og þúsundir hafa misst heimili sín.

Kjarnorkuvopnamiðstöðin er staðsett nálægt bænum Sarov en hún er þekkt undir dulnefninu Arasamas-16. Þar voru fyrstu kjarnorku- og vetnissprengjur Rússa framleiddar eftir seinni heimstryjöldina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×