Leikjafræði lánanna Jón Þór Ólafsson skrifar 2. júlí 2010 06:30 Meðan HM er í hámarki er stórleikur á Íslandi. Það færðist fjör í leikinn á dögunum þegar Hæstiréttur gaf gengistryggingu lána rauða spjaldið. En hvaða leikmenn eru í keppnisliðunum og hver er staðan í leiknum? Staðan er þannig að meðan réttaróvissa ríkir um hverjir vextir lánanna skulu vera segja 36. grein laga nr. 7/1936 og neytendaverndartilskipun ESB að neytandinn skuli njóta vafans. Í þessu tilfelli eru neytendurnir í liði lántakenda.Lið fjármálafyrirtækja eiga að hámarka arð fjárfesta sinna. Þau klúðruðu sókn með ólöglegum lánum og reyna nú að bjarga því sem bjargað verður fyrir sig og sína liðseigendur. Fyrrum liðsmaður þeirra, Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, keppist nú við að sannfæra almenning um að það sé almannahagur að verja fjárfesta í leiknum.Lið Seðlabanka og Fjármálaeftirlits eiga að standa vörð um stöðugleika fjármálakerfisins. Þeir hafa líka stillt sér í vörn fjárfesta og segja það almannahagsmuni að allir geri hið sama. Vörnin er samt veik því allur efnahagsleikvöllurinn hvílir umfram allt á réttaröryggi. Þegar það tapast þá tapast stöðugleiki fjármálakerfisins einnig. Ragna Árnadóttir ber sem dómsmálaráðherra ábyrgð á að lögum sé framfylgt og að standa vörð um réttaröryggi landsmanna. Við umbjóðendur hennar höfum veitt henni vald til þessa. Til að verja réttaröryggi landsins þarf leikáætlun Rögnu að minnsta kosti að innihalda þrjár eftirfarandi leikfléttur. 1. Þegar Seðlabankinn og FME mæla með því að fjármálafyrirtæki rukki vexti sem réttaróvissa er um og brjóti því lög um að neytandinn skuli njóta vafans, þá á ráðherra að gefa út yfirlýsingu um að slíkt verði ekki liðið. 2. Ef lánafyrirtækin senda út innheimtuseðla með vöxtum sem réttaróvissa er um er það ekki neytandans að fara í mál. Það er ráðherra að framfylgja lögum um að neytandinn skuli njóta vafans og benda fjármálafyrirtækjum á að þau geti sótt rétt sinn fyrir dómstólum. En ef þau haldi vaxtakröfunni til streitu verði þau ákærð. 3. Ef sýslumenn, og aðrir starfsmenn dómsmálaráðherra, ætla að ganga erinda fjármálafyrirtækja við að ganga að eigum lántakenda án þess að sækja málið fyrir dómstólum, skal ráðherra samstundis stöðva þá og ávíta. Boltinn er hjá Rögnu. Sjáum hvort hún og hennar liðsmenn standa vörð um réttaröryggi landsmanna eða hvort hún stendur á hliðarlínunni meðan hennar sýslumenn og lögregla hjálpa fjármálafyrirtækjunum að rúlla upp réttaröryggi landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðun Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Meðan HM er í hámarki er stórleikur á Íslandi. Það færðist fjör í leikinn á dögunum þegar Hæstiréttur gaf gengistryggingu lána rauða spjaldið. En hvaða leikmenn eru í keppnisliðunum og hver er staðan í leiknum? Staðan er þannig að meðan réttaróvissa ríkir um hverjir vextir lánanna skulu vera segja 36. grein laga nr. 7/1936 og neytendaverndartilskipun ESB að neytandinn skuli njóta vafans. Í þessu tilfelli eru neytendurnir í liði lántakenda.Lið fjármálafyrirtækja eiga að hámarka arð fjárfesta sinna. Þau klúðruðu sókn með ólöglegum lánum og reyna nú að bjarga því sem bjargað verður fyrir sig og sína liðseigendur. Fyrrum liðsmaður þeirra, Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, keppist nú við að sannfæra almenning um að það sé almannahagur að verja fjárfesta í leiknum.Lið Seðlabanka og Fjármálaeftirlits eiga að standa vörð um stöðugleika fjármálakerfisins. Þeir hafa líka stillt sér í vörn fjárfesta og segja það almannahagsmuni að allir geri hið sama. Vörnin er samt veik því allur efnahagsleikvöllurinn hvílir umfram allt á réttaröryggi. Þegar það tapast þá tapast stöðugleiki fjármálakerfisins einnig. Ragna Árnadóttir ber sem dómsmálaráðherra ábyrgð á að lögum sé framfylgt og að standa vörð um réttaröryggi landsmanna. Við umbjóðendur hennar höfum veitt henni vald til þessa. Til að verja réttaröryggi landsins þarf leikáætlun Rögnu að minnsta kosti að innihalda þrjár eftirfarandi leikfléttur. 1. Þegar Seðlabankinn og FME mæla með því að fjármálafyrirtæki rukki vexti sem réttaróvissa er um og brjóti því lög um að neytandinn skuli njóta vafans, þá á ráðherra að gefa út yfirlýsingu um að slíkt verði ekki liðið. 2. Ef lánafyrirtækin senda út innheimtuseðla með vöxtum sem réttaróvissa er um er það ekki neytandans að fara í mál. Það er ráðherra að framfylgja lögum um að neytandinn skuli njóta vafans og benda fjármálafyrirtækjum á að þau geti sótt rétt sinn fyrir dómstólum. En ef þau haldi vaxtakröfunni til streitu verði þau ákærð. 3. Ef sýslumenn, og aðrir starfsmenn dómsmálaráðherra, ætla að ganga erinda fjármálafyrirtækja við að ganga að eigum lántakenda án þess að sækja málið fyrir dómstólum, skal ráðherra samstundis stöðva þá og ávíta. Boltinn er hjá Rögnu. Sjáum hvort hún og hennar liðsmenn standa vörð um réttaröryggi landsmanna eða hvort hún stendur á hliðarlínunni meðan hennar sýslumenn og lögregla hjálpa fjármálafyrirtækjunum að rúlla upp réttaröryggi landsins.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar