Erlent

Fjölmenn borg á kafi í vatni

Neyðin er brýn Gamall maður með búslóð sína.fréttablaðið/AP
Neyðin er brýn Gamall maður með búslóð sína.fréttablaðið/AP

Pakistan, AP Nærri allir íbúar í Sujawal, 250 þúsund manna borg í sunnanverðu Pakistan, flúðu borgina í gær vegna flóðanna, sem vikum saman hafa valdið ómældu tjóni og þjáningum í landinu.

Flóðið kaffærði borgina í gær, tveimur dögum eftir að stífla brast á Indusfljóti sem til þessa hafði varið borgina.

Á vegum stjórnvalda var reynt að reisa nýjar stíflur úr grjóti og leir til að koma í veg fyrir að íbúar borgarinnar Thatta þurfi einnig að hrekjast að heiman, en þar búa 350 þúsund manns.

Meira en átta milljón manns eru í brýnni þörf fyrir aðstoð.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×