Erlent

Alsæla gæti gagnast við áfallastreituröskun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lyfið alsæla hefur hingað til verið skilgreint sem hættulegt fíkniefni.
Lyfið alsæla hefur hingað til verið skilgreint sem hættulegt fíkniefni.
Lyfið alsæla getur gert meðferð við áfallastreituröskun skilvirkari, samkvæmt nýrri rannsókn sem greint er frá á fréttavef BBC. Um 20 sjúklingar tóku þátt í rannsókninni og hafa rannsakendur nú fengið leyfi til þess að gera viðameiri rannsókn á hermönnum. Þeir telja að frekari rannsókna sé þörf til að styðja enn fremur við uppgötvanir sínar. Rannsakendurnir telja að lyfið dragi úr ótta og með því verði meðferðin árangursríkari.

Niðurstöðurnar úr rannsókninni voru birtar í tímaritinu Journal of Psychopharmacology. Rannsakendur segja í greininni að þátttakendur hafi verið valdir eftir mjög ströngum viðmiðum. Þeir hafi haft áfallastreituröskun í fjölda ára og hefðbundin meðferð hafi ekki dugað. Þeir sem höfðu einnig svokölluð geðrofseinkenni, sem eru skynvillur eða ranghugmyndir, voru útilokaðir frá rannsókninni. Þeir sem voru háðir fíkniefnum voru líka útilokaðir.

Alsæla hefur hingað til verið skilgreint sem hættulegt fíkniefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×