NBA: Atlanta vann Boston einu sinni enn - sigurganga Denver á enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2010 11:00 Josh Smith fagnar í sigri Atlanta Hawks á Boston Celtics í nótt. Mynd/AP Atlanta Hawks vann Boston Celtics í fjórða skiptið á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vann þar með alla deildarleiki liðanna í fyrsta skiptið í ellefu ár. Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers unnu bæði leiki sína í nótt en átta leikja sigurganga Denver Nuggets endaði í Oklahoma City. Joe Johnson skoraði 16 af 27 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Atlanta Hawks vann 100-91 sigur á Boston Celtics og Atlanta er nú komið upp fyrir Boston í annað sætið í Austurdeildinni á eftir Cleveland. Jamal Crawford var með 28 stig fyrir Hawks en Paul Pierce skoraði mest fyrir Boston eða 35 stig. Kevin Durant skoraði 30 stig þegar Oklahoma City endaði átta leikja sigurgöngu Denver með öruggum 101-84 heimasigri. Denver hefur ekki skorað svona fá stig í einum leik á tímabilinu en Chauncey Billups var stigahæstur með 19 stig. LeBron James varð í þriðja sinn í síðustu sex leikjum aðeins einu frákasti frá þrefaldri tvennu þegar Cleveland Cavaliers vann 94-73 sigur á Indiana Pacers. James var með 22 stig, 13 stoðsendingar og 9 fráköst í leiknum. Kobe Bryant skoraði 22 af 24 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Los Angeles Lakers vann þriðja sigur sinn í röð nú 99-91 sigur á Philadelphia 76ers. Pau Gasol var með 19 stig og 10 fráköst og Ron Artest skoraði 18 stig en Allen Iverson skoraði 23 stig fyrir Philadelphia sem er það mesta sem hann hefur skorað á tímabilinu. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers-Cleveland Cavaliers 73-94 Philadelphia 76ers-Los Angeles Lakers 91-99 Atlanta Hawks-Boston Celtics 100-91 Detroit Pistons-Miami Heat 65-92 Minnesota Timberwolves-Los Angeles Clippers 111-97 New Jersey Nets-Washington Wizards 79-81 New Orleans Hornets-Chicago Bulls 106-108 Oklahoma City Thunder-Denver Nuggets 101-84 Houston Rockets-Portland Trail Blazers 104-100 San Antonio Spurs-Memphis Grizzlies 104-97 Utah Jazz-Sacramento Kings 101-94 Golden State Warriors-Charlotte Bobcats 110-121 NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Atlanta Hawks vann Boston Celtics í fjórða skiptið á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vann þar með alla deildarleiki liðanna í fyrsta skiptið í ellefu ár. Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers unnu bæði leiki sína í nótt en átta leikja sigurganga Denver Nuggets endaði í Oklahoma City. Joe Johnson skoraði 16 af 27 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Atlanta Hawks vann 100-91 sigur á Boston Celtics og Atlanta er nú komið upp fyrir Boston í annað sætið í Austurdeildinni á eftir Cleveland. Jamal Crawford var með 28 stig fyrir Hawks en Paul Pierce skoraði mest fyrir Boston eða 35 stig. Kevin Durant skoraði 30 stig þegar Oklahoma City endaði átta leikja sigurgöngu Denver með öruggum 101-84 heimasigri. Denver hefur ekki skorað svona fá stig í einum leik á tímabilinu en Chauncey Billups var stigahæstur með 19 stig. LeBron James varð í þriðja sinn í síðustu sex leikjum aðeins einu frákasti frá þrefaldri tvennu þegar Cleveland Cavaliers vann 94-73 sigur á Indiana Pacers. James var með 22 stig, 13 stoðsendingar og 9 fráköst í leiknum. Kobe Bryant skoraði 22 af 24 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Los Angeles Lakers vann þriðja sigur sinn í röð nú 99-91 sigur á Philadelphia 76ers. Pau Gasol var með 19 stig og 10 fráköst og Ron Artest skoraði 18 stig en Allen Iverson skoraði 23 stig fyrir Philadelphia sem er það mesta sem hann hefur skorað á tímabilinu. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers-Cleveland Cavaliers 73-94 Philadelphia 76ers-Los Angeles Lakers 91-99 Atlanta Hawks-Boston Celtics 100-91 Detroit Pistons-Miami Heat 65-92 Minnesota Timberwolves-Los Angeles Clippers 111-97 New Jersey Nets-Washington Wizards 79-81 New Orleans Hornets-Chicago Bulls 106-108 Oklahoma City Thunder-Denver Nuggets 101-84 Houston Rockets-Portland Trail Blazers 104-100 San Antonio Spurs-Memphis Grizzlies 104-97 Utah Jazz-Sacramento Kings 101-94 Golden State Warriors-Charlotte Bobcats 110-121
NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira