Skilanefnd líklega þegar brotið skilyrði FME 7. janúar 2010 19:04 Samkvæmt lögum geta þrotabú ekki verið hluthafar í bönkum. Fjármálaeftirlitið (FME) samþykkti ekki skilanefnd Glitnis sem eiganda íslandsbanka og því var sú leið farin hjá skilanefndinni að stofna sérstakt dótturfélag, ISB Holding, til að halda utan um 95 prósent hlut skilanefndarinnar í bankanum. FME þurfti að samþykkja þessa tilhögun áður en hún gat orðið að veruleika og í dag gaf eftirlitið grænt ljós en setti þó ákveðin skilyrði fyrir henni. M.a að fjárhagslegur styrkur ISB Holding yrði tryggður til að geta stutt við bakið á Íslandsbanka ef rekstur bankans yrði erfiður. FME segir að stjórn ISB Holding skuli vera að meirihluta skipuð stjórnarmönnum óháðum Glitni, stórum kröfuhöfum og Íslandsbanka sjálfum. Skilanefnd Glitnis er gefinn kostur á að tilnefna einn fulltrúa sinn í þriggja manna stjórn ISB Holding. Þess má geta að stjórn ISB Holding hefur þegar verið skipuð, en samkvæmt hlutafélagaskrá sitja í stjórninni þau María Björg Ágústsdóttir, starfsmaður skilanefndar Glitnis, Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur, og Marta Eiríksdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Íslandsbanka. Marta hefur þó látið af stjórnarsetunni og nýr maður tekið hennar sæti, en nafn hans hefur ekki fengist upp gefið. Þá segir jafnframt í tilkynningu frá FME: "Kveða skilyrði Fjármálaeftirlitsins einnig á um það að af stjórnarmönnum bankans sjálfs skuli skilanefnd aðeins hafa einn fulltrúa, en aðrir skuli vera óháðir, þ.m.t. stjórnarformaður. Með því er átt við að þeir starfi hvorki í umboði einstakra eigenda eða kröfuhafa, né séu bundnir þeim eða bankanum sjálfum nokkrum hagsmunatengslum." Sem kunnugt er hafa stjórnarmenn í Íslandsbanka þegar verið tilnefndir með óformlegri tilnefningu, en þeir eru Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis og Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME, auk fjögurra erlendra manna. Eins og fréttastofa greindi frá hinn 28. desember síðastliðinn hafði stjórn ISB Holding ekkert með tilnefningar stjórnarmannanna að gera, en þær höfðu verið ákveðnar áður, af skilanefnd Glitnis. Það stangaðist á við upplýsingar frá skilanefndinni sjálfri, sem vildi ekkert upplýsa um tilnefningu Árna. Jafnframt voru þær upplýsingar veittar að Jón Sigurðsson hefði verið valinn því hann nyti trausts á alþjóðlegum vettvangi og meðal kröfuhafa Glitnis. Miðað við skilyrði FME hafa a.m.k tvö þeirra þegar verið brotin. Annars vegar þarf væntanlega að draga tilnefningu Jóns eða Árna til baka af þeirri ástæðu að skilanefndin getur aðeins átt einn fulltrúa í stjórn Íslandsbanka og auk þess getur Jón væntanlega ekki setið í stjórninni ef hann hefur verið valinn af kröfuhöfum bankans til stjórnarsetunnar, í samræmi við skilyrði Fjármálaeftirlitsins. Árni Tómasson sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri ekki búið að senda inn formlegar tilnefningar í stjórn Íslandsbanka. Hann vildi ekki svara því hvort hann eða Jón Sigurðsson yrðu tilnefndir í stjórnina og vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Tengdar fréttir ISB Holding má eiga virkan eignarhlut í Íslandsbanka Fjármálaeftirlitið hefur veitt ISB Holding ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd Glitnis banka hf. Leyfið er veitt í kjölfar samnings Glitnis og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 13. september síðastiðinn, þess efnis að Glitnir gæti eignast 95% hlut í Íslandsbanka að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 7. janúar 2010 14:28 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Samkvæmt lögum geta þrotabú ekki verið hluthafar í bönkum. Fjármálaeftirlitið (FME) samþykkti ekki skilanefnd Glitnis sem eiganda íslandsbanka og því var sú leið farin hjá skilanefndinni að stofna sérstakt dótturfélag, ISB Holding, til að halda utan um 95 prósent hlut skilanefndarinnar í bankanum. FME þurfti að samþykkja þessa tilhögun áður en hún gat orðið að veruleika og í dag gaf eftirlitið grænt ljós en setti þó ákveðin skilyrði fyrir henni. M.a að fjárhagslegur styrkur ISB Holding yrði tryggður til að geta stutt við bakið á Íslandsbanka ef rekstur bankans yrði erfiður. FME segir að stjórn ISB Holding skuli vera að meirihluta skipuð stjórnarmönnum óháðum Glitni, stórum kröfuhöfum og Íslandsbanka sjálfum. Skilanefnd Glitnis er gefinn kostur á að tilnefna einn fulltrúa sinn í þriggja manna stjórn ISB Holding. Þess má geta að stjórn ISB Holding hefur þegar verið skipuð, en samkvæmt hlutafélagaskrá sitja í stjórninni þau María Björg Ágústsdóttir, starfsmaður skilanefndar Glitnis, Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur, og Marta Eiríksdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Íslandsbanka. Marta hefur þó látið af stjórnarsetunni og nýr maður tekið hennar sæti, en nafn hans hefur ekki fengist upp gefið. Þá segir jafnframt í tilkynningu frá FME: "Kveða skilyrði Fjármálaeftirlitsins einnig á um það að af stjórnarmönnum bankans sjálfs skuli skilanefnd aðeins hafa einn fulltrúa, en aðrir skuli vera óháðir, þ.m.t. stjórnarformaður. Með því er átt við að þeir starfi hvorki í umboði einstakra eigenda eða kröfuhafa, né séu bundnir þeim eða bankanum sjálfum nokkrum hagsmunatengslum." Sem kunnugt er hafa stjórnarmenn í Íslandsbanka þegar verið tilnefndir með óformlegri tilnefningu, en þeir eru Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis og Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME, auk fjögurra erlendra manna. Eins og fréttastofa greindi frá hinn 28. desember síðastliðinn hafði stjórn ISB Holding ekkert með tilnefningar stjórnarmannanna að gera, en þær höfðu verið ákveðnar áður, af skilanefnd Glitnis. Það stangaðist á við upplýsingar frá skilanefndinni sjálfri, sem vildi ekkert upplýsa um tilnefningu Árna. Jafnframt voru þær upplýsingar veittar að Jón Sigurðsson hefði verið valinn því hann nyti trausts á alþjóðlegum vettvangi og meðal kröfuhafa Glitnis. Miðað við skilyrði FME hafa a.m.k tvö þeirra þegar verið brotin. Annars vegar þarf væntanlega að draga tilnefningu Jóns eða Árna til baka af þeirri ástæðu að skilanefndin getur aðeins átt einn fulltrúa í stjórn Íslandsbanka og auk þess getur Jón væntanlega ekki setið í stjórninni ef hann hefur verið valinn af kröfuhöfum bankans til stjórnarsetunnar, í samræmi við skilyrði Fjármálaeftirlitsins. Árni Tómasson sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri ekki búið að senda inn formlegar tilnefningar í stjórn Íslandsbanka. Hann vildi ekki svara því hvort hann eða Jón Sigurðsson yrðu tilnefndir í stjórnina og vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Tengdar fréttir ISB Holding má eiga virkan eignarhlut í Íslandsbanka Fjármálaeftirlitið hefur veitt ISB Holding ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd Glitnis banka hf. Leyfið er veitt í kjölfar samnings Glitnis og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 13. september síðastiðinn, þess efnis að Glitnir gæti eignast 95% hlut í Íslandsbanka að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 7. janúar 2010 14:28 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
ISB Holding má eiga virkan eignarhlut í Íslandsbanka Fjármálaeftirlitið hefur veitt ISB Holding ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd Glitnis banka hf. Leyfið er veitt í kjölfar samnings Glitnis og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 13. september síðastiðinn, þess efnis að Glitnir gæti eignast 95% hlut í Íslandsbanka að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 7. janúar 2010 14:28