McLaren vill sextánda sigurinn í Mónakó 11. maí 2010 17:15 Lewis Hamilton í undirgöngunum í Mónakó í fyrra. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh hjá McLaren segir að lið sitt stefni á sigur í Mónakó, en Lewis Hamilton var í öðru sæti í síðustu keppni þegar felga brotnaði og hvellsprakk hjá honum í næst síðasta hring. Þetta kom á daginn í dag eftir rannsókn í tæknimiðstöð McLaren. McLaren hefur unnið 15 sinnum á götum Mónakó og þekkir því hvað til þarf. "Ég held að ökumenn vilji hafa þurra braut í Mónakó. Brautin er mjög þröng og varasöm ef það rignir, en báðir ökumenn okkar eru góðir í rigningu", sagði Whitmarsh á vefsíðu autosport.com í dag. "Brautin í Mónakó hefur sérstöðu. Red Bull menn voru hraðir á Spáni í tímatökum, en við vorum nær þeim í keppninni. McLaren hefur unnið fimmtán sinnum í Mónakó, oftar en nokkuð annað lið og við munum reyna að ná þeim sextánda, hvort sem það rignir eður ei." Skoðað var af keppnisliðum hvort tvískipta ætti fyrstu umferð tímatökunnar, þar sem fjöldi nýrra liða sem fara hægt yfir gæti skapað hættu. En af því verður ekki. Öll lið keppa saman í fyrstu umferð. "Það verður mjög, mjög erfitt fyrir alla. Það eru sex bílar sem eru hægfara og það er bara staðreynd sem þarf að kyngja. Þeir hafa verið 6-7 sekúndum hægari og menn eru að ná ná hvor öðrum í Mónakó. Það hefur alltaf verið erfitt að keyra Mónakó og það mun eitthvað gerast. Sumum finnst það skemmtun að það sé vesen, en ég er ekki einn af þeim", sagði Whitmarsh. Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Martin Whitmarsh hjá McLaren segir að lið sitt stefni á sigur í Mónakó, en Lewis Hamilton var í öðru sæti í síðustu keppni þegar felga brotnaði og hvellsprakk hjá honum í næst síðasta hring. Þetta kom á daginn í dag eftir rannsókn í tæknimiðstöð McLaren. McLaren hefur unnið 15 sinnum á götum Mónakó og þekkir því hvað til þarf. "Ég held að ökumenn vilji hafa þurra braut í Mónakó. Brautin er mjög þröng og varasöm ef það rignir, en báðir ökumenn okkar eru góðir í rigningu", sagði Whitmarsh á vefsíðu autosport.com í dag. "Brautin í Mónakó hefur sérstöðu. Red Bull menn voru hraðir á Spáni í tímatökum, en við vorum nær þeim í keppninni. McLaren hefur unnið fimmtán sinnum í Mónakó, oftar en nokkuð annað lið og við munum reyna að ná þeim sextánda, hvort sem það rignir eður ei." Skoðað var af keppnisliðum hvort tvískipta ætti fyrstu umferð tímatökunnar, þar sem fjöldi nýrra liða sem fara hægt yfir gæti skapað hættu. En af því verður ekki. Öll lið keppa saman í fyrstu umferð. "Það verður mjög, mjög erfitt fyrir alla. Það eru sex bílar sem eru hægfara og það er bara staðreynd sem þarf að kyngja. Þeir hafa verið 6-7 sekúndum hægari og menn eru að ná ná hvor öðrum í Mónakó. Það hefur alltaf verið erfitt að keyra Mónakó og það mun eitthvað gerast. Sumum finnst það skemmtun að það sé vesen, en ég er ekki einn af þeim", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira