McLaren vill sextánda sigurinn í Mónakó 11. maí 2010 17:15 Lewis Hamilton í undirgöngunum í Mónakó í fyrra. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh hjá McLaren segir að lið sitt stefni á sigur í Mónakó, en Lewis Hamilton var í öðru sæti í síðustu keppni þegar felga brotnaði og hvellsprakk hjá honum í næst síðasta hring. Þetta kom á daginn í dag eftir rannsókn í tæknimiðstöð McLaren. McLaren hefur unnið 15 sinnum á götum Mónakó og þekkir því hvað til þarf. "Ég held að ökumenn vilji hafa þurra braut í Mónakó. Brautin er mjög þröng og varasöm ef það rignir, en báðir ökumenn okkar eru góðir í rigningu", sagði Whitmarsh á vefsíðu autosport.com í dag. "Brautin í Mónakó hefur sérstöðu. Red Bull menn voru hraðir á Spáni í tímatökum, en við vorum nær þeim í keppninni. McLaren hefur unnið fimmtán sinnum í Mónakó, oftar en nokkuð annað lið og við munum reyna að ná þeim sextánda, hvort sem það rignir eður ei." Skoðað var af keppnisliðum hvort tvískipta ætti fyrstu umferð tímatökunnar, þar sem fjöldi nýrra liða sem fara hægt yfir gæti skapað hættu. En af því verður ekki. Öll lið keppa saman í fyrstu umferð. "Það verður mjög, mjög erfitt fyrir alla. Það eru sex bílar sem eru hægfara og það er bara staðreynd sem þarf að kyngja. Þeir hafa verið 6-7 sekúndum hægari og menn eru að ná ná hvor öðrum í Mónakó. Það hefur alltaf verið erfitt að keyra Mónakó og það mun eitthvað gerast. Sumum finnst það skemmtun að það sé vesen, en ég er ekki einn af þeim", sagði Whitmarsh. Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Martin Whitmarsh hjá McLaren segir að lið sitt stefni á sigur í Mónakó, en Lewis Hamilton var í öðru sæti í síðustu keppni þegar felga brotnaði og hvellsprakk hjá honum í næst síðasta hring. Þetta kom á daginn í dag eftir rannsókn í tæknimiðstöð McLaren. McLaren hefur unnið 15 sinnum á götum Mónakó og þekkir því hvað til þarf. "Ég held að ökumenn vilji hafa þurra braut í Mónakó. Brautin er mjög þröng og varasöm ef það rignir, en báðir ökumenn okkar eru góðir í rigningu", sagði Whitmarsh á vefsíðu autosport.com í dag. "Brautin í Mónakó hefur sérstöðu. Red Bull menn voru hraðir á Spáni í tímatökum, en við vorum nær þeim í keppninni. McLaren hefur unnið fimmtán sinnum í Mónakó, oftar en nokkuð annað lið og við munum reyna að ná þeim sextánda, hvort sem það rignir eður ei." Skoðað var af keppnisliðum hvort tvískipta ætti fyrstu umferð tímatökunnar, þar sem fjöldi nýrra liða sem fara hægt yfir gæti skapað hættu. En af því verður ekki. Öll lið keppa saman í fyrstu umferð. "Það verður mjög, mjög erfitt fyrir alla. Það eru sex bílar sem eru hægfara og það er bara staðreynd sem þarf að kyngja. Þeir hafa verið 6-7 sekúndum hægari og menn eru að ná ná hvor öðrum í Mónakó. Það hefur alltaf verið erfitt að keyra Mónakó og það mun eitthvað gerast. Sumum finnst það skemmtun að það sé vesen, en ég er ekki einn af þeim", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira