Lífið

Spennandi að kyssa karlmann

Ewan McGregor finnst ekki erfitt að kyssa karlmann á hvíta tjaldinu.
Ewan McGregor finnst ekki erfitt að kyssa karlmann á hvíta tjaldinu.
Skoski leikarinn Ewan McGregor leikur á móti Jim Carrey í kvikmyndinni I Love You Phillip Morris, en þar fara þeir með hlutverk samkynhneigðs pars.

Upphaflega stóð til að frumsýna kvikmyndina síðustu jól en því var frestað þar til í mars. McGregor vill meina að Disney-samsteypan hafi þar átt hlut að máli. „Það hefur verið orðrómur þess efnis að Disney hafi frestað frumsýningunni því Jim fór með hlutverk Skröggs í kvikmyndinni A Christmas Carol og þau vildu ekki að börnin héldu að Skröggur væri samkynhneigður," sagði leikarinn í viðtali við Out Magazine. Þar segir hann jafnframt að honum þyki spennandi að kyssa annan karlmann.

„Mér finnst gaman að kyssa aðra karlmenn á hvíta tjaldinu. Fyrir gagnkynhneigðan mann er það spennandi tilboð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.