Erlent

Stríðsglæpir Hamas

Óli Tynes skrifar

Hamas samtökin frömdu stríðsglæpi með árásum á Ísraelskan almenning að mati samtakanna Mannréttindavaktin.

Undanfarin ár hafa Hamas látið þúsundum eldflauga rigna yfir Ísrael.

Samtökin héldu því fram að þau hefðu miðað eldflaugum sínum á hernaðarleg skotmörk og það félli ekki undir stríðsglæpi.

Mannréttindavaktin segir hinsvegar yfirgnæfandi meirihluti eldflauganna hafi lent í íbúðahverfum og það bendi til þess að ráðist hafi verið á almenning.

Hamas samtökin hafna þessari túlkun. Ísraelar hafa sömuleiðis verið sakaðir um stríðsglæpi í innrás sinni á Gaza. Þeir hafna einnig slíkum ásökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×