Renault vill halda Kubica frá Ferrari 18. maí 2010 10:57 Robert Kubica ók vel á götum Mónakó um helgina. Mynd: Getty Images Formúlu 1 lið Renault vill ekki missa Robert Kubica frá sér, en Ferrari virðist hafa áhuga á að bjóða Kubica starf á næsta ári við hlið Fernando Alonso. Hann tæki þá sæti Felipe Massa, samkvæmt frétt a autosport.com. Eric Boullier hjá Renault segist þó nokkuð viss að Kubica verði áfram hjá Renault, sem hefur gert góða hluti á árinu og Kubica varð þriðji í Mónakó á sunnudaginn. Búist er við að ákvörðun um framtíð Kubica verði tekin eftir breska kappaksturinn, en samningsákvæði mælir svo fyrir, en svo virðist vera sem pressa sé kominn á Massa að standa sig betur með Ferrari í ljósi þessara frétta. "Kubica kann vel við sig hjá liðinu og nýir hlutir sem við erum með í bílinn og metnaðurinn sem við höfum sé jákvæður. Við höfum látið hann vita hvað er í gangi og ég er nokkuð viss að við getum haldið honum ánægðum", sagði Boullier. Það er draumur flestra ökumanna að keyra með Ferrari á ferlinum og spurning hvort Kubica vill látið tækifærið úr höndum sleppa. Gengi Renault hefur verið brösótt síðustu ár, eftir að liðið vann titla með Fernando Alonso 2005 og 2006. Svo varpaði svindlmálið í Singapúr skugga á liðið og Flavio Briatore var látinn frá liðinu og hann dæmdur í ævinlangt bann frá Formúlu 1. Þeim úrskurði var síðan hnekkt, en lið Renault hafði þá verið endurskipulagt hvar yfirstjórn liðsins varðar. "Þegar Alonso var hjá liðnu í gamla daga, þá féll hann vel að liðinu og við viljum skapa sömu stemmningu núna. Það er búið að ganga á ýmsu, en endurskipulagning liðsins var góð fyrir liðsandann. Liðið hefur unnið titla og veit hvernig á að ná árangri. Samvinna ökumanna og liðsins hefur verið góð og laðað það besta fram í mönnum, "sagði Boullier. Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Formúlu 1 lið Renault vill ekki missa Robert Kubica frá sér, en Ferrari virðist hafa áhuga á að bjóða Kubica starf á næsta ári við hlið Fernando Alonso. Hann tæki þá sæti Felipe Massa, samkvæmt frétt a autosport.com. Eric Boullier hjá Renault segist þó nokkuð viss að Kubica verði áfram hjá Renault, sem hefur gert góða hluti á árinu og Kubica varð þriðji í Mónakó á sunnudaginn. Búist er við að ákvörðun um framtíð Kubica verði tekin eftir breska kappaksturinn, en samningsákvæði mælir svo fyrir, en svo virðist vera sem pressa sé kominn á Massa að standa sig betur með Ferrari í ljósi þessara frétta. "Kubica kann vel við sig hjá liðinu og nýir hlutir sem við erum með í bílinn og metnaðurinn sem við höfum sé jákvæður. Við höfum látið hann vita hvað er í gangi og ég er nokkuð viss að við getum haldið honum ánægðum", sagði Boullier. Það er draumur flestra ökumanna að keyra með Ferrari á ferlinum og spurning hvort Kubica vill látið tækifærið úr höndum sleppa. Gengi Renault hefur verið brösótt síðustu ár, eftir að liðið vann titla með Fernando Alonso 2005 og 2006. Svo varpaði svindlmálið í Singapúr skugga á liðið og Flavio Briatore var látinn frá liðinu og hann dæmdur í ævinlangt bann frá Formúlu 1. Þeim úrskurði var síðan hnekkt, en lið Renault hafði þá verið endurskipulagt hvar yfirstjórn liðsins varðar. "Þegar Alonso var hjá liðnu í gamla daga, þá féll hann vel að liðinu og við viljum skapa sömu stemmningu núna. Það er búið að ganga á ýmsu, en endurskipulagning liðsins var góð fyrir liðsandann. Liðið hefur unnið titla og veit hvernig á að ná árangri. Samvinna ökumanna og liðsins hefur verið góð og laðað það besta fram í mönnum, "sagði Boullier.
Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn