Erlent

Styttist í nýjan vopnasamning

Sergei Lavrov
Sergei Lavrov
Sergei Lavrov, utanríkismálaráðherra Rússlands, segir að nýr kjarnorkuafvopnunarsamningur Bandaríkjanna og Rússlands verði líklega að veruleika síðar í mánuðinum.

„Við vonum að þetta verði einhvern tímann í seinni hluta janúarmánaðar," sagði Lavrov í Moskvu í gær.

Samningurinn á að koma í staðinn fyrir START-samninginn frá 1991, sem rann út í byrjun desember. Rússar og Bandaríkjamenn höfðu stefnt að því að ná nýjum samningi fyrir árslok, en það tókst ekki. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×