Lífið

Carrey hræddur

Jim Carrey var hræddur um líf sitt og hætti þess vegna við að bæta á sig nokkrum kílóum fyrir kvikmyndahlutverk.NordicPhotos/getty
Jim Carrey var hræddur um líf sitt og hætti þess vegna við að bæta á sig nokkrum kílóum fyrir kvikmyndahlutverk.NordicPhotos/getty
Jim Carrey hætti við að leika þybbnu persónuna Curly í kvikmyndinni Three Stooges sökum þess að hann óttaðist að þyngdaraukningin myndi hafa varanleg áhrif á heilsu hans. Búið var að ráða Sean Penn og Benicio del Toro í myndina en nú er gerð hennar í miklu uppnámi. Carrey segist hafa óttast um líf sitt.

„Þegar maður er ungur þá getur maður kannski leyft sér eitthvað svona. En ekki á mínum aldri. Ég reyndi að þyngjast og bætti strax á mig nokkrum kílóum. En ég áttaði mig líka á því að ég yrði lengi að ná þessum kílóum af mér og ég varð smeykur um að líkaminn myndi ekki þola álagið. Ég myndi bara deyja úr hjartaáfalli,“ segir Carrey.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.