Rangfærslur sendiráðsstarfsmanna Björn Bjarnason skrifar 10. desember 2010 14:42 Í dag (8. desember) hafa íslenskir netmiðlar sagt frá bandarísku WikiLeaksskjali frá 2006 þar sem kemur fram það mat sendiráðsstarfmanna Bandaríkjanna hér á landi að mig hafi skort pólitískan vilja til að takast á við mögulegt mansal, ég hafi gert lítið úr vandanum og talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Þessi vitleysa úr bandaríska sendiráðinu hér á landi er ekki ný af nálinni. Hún var til umræðu hér á landi sumarið 2006 en þá skrifaði ég hér í dagbókina, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna 4. júlí: „Ég sagði í viðtali við Fréttablaðið, sem bar ummæli í skýrslu bandaríska sendiráðsins undir mig, en þar er meðal annars lagt mat á skoðun mína á mansali, að enginn frá sendiráðinu hefði rætt þessi mál við mig og ég skildi ekki hvernig unnt væri að álykta á þann veg um afstöðu mína og gert væri í skýrslunni. Ég hef ekki lesið skýrsluna og mér heyrðist á fréttum sjónvarpsins í kvöld, að ég þyrfti að minnsta kosti ekki að gera það, til að fræðast neitt um verkaskiptingu á þessu sviði innan stjórnarráðsins. Ég hef lagt á það áherslu, að lögreglan fái sem best tæki og heimildir til að takast á við mansal og annað, sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þar skiptir greining og mat á áhættu miklu." Í tilefni af því að nú er enn vitnað í þessar rangfærslur bandaríska sendiráðsins frá 2006 snýr vefsíðan Pressan sér til Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands, sem áður var lögfræðingur Alþjóðahúss. Af frásögn hennar má ráða, að hún hafi verið heimildarmaður bandaríska sendiráðsins, en hún hafi rætt við þá í trúnaði. Margrét segir á Pressunni 8. desember: „Maður gaf upplýsingar í trúnaði í því skyni að knýja á um að stjórnvöld viðurkenndu vandann, en stjórnvöld höfðu alltaf talað um Ísland sem gegnumstreymislands í mansalsmálum en ekki sem áfangastað mansals." Af þessum orðum verður ekki annað ráðið en fyrir Margréti hafi vakað að nota bandaríska sendiráðið með leynd til að flytja gagnrýni á íslensk stjórnvöld. Sendiráðsmenn hefðu hins vegar vísað til lögfræðings Alþjóðahúss í skýrslu sinni, hún hefði ekki gefið sendiráðinu upplýsingar síðan. Við Pressuna segir Margrét að auk þess að rjúfa trúnað hafi bandarísku sendiráðsmennirnir ekki haft rétt eftir henni í skýrslunni árið 2006. Sérkennilegt er að sjá hvernig þrýstihópar töldu sig geta notað bandaríska sendiráðið málstað sínum til framdráttar. Árni Finnsson fór þangað til að knýja Bandaríkjastjórn til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Lögfræðingur Alþjóðahúss notaði sendiráðsmenn til að ófrægja íslensk stjórnvöld í mansalsmálum. Allt er þetta hlutaðeigandi og sendiráðinu til minnkunar. Björn Bjarnason. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag (8. desember) hafa íslenskir netmiðlar sagt frá bandarísku WikiLeaksskjali frá 2006 þar sem kemur fram það mat sendiráðsstarfmanna Bandaríkjanna hér á landi að mig hafi skort pólitískan vilja til að takast á við mögulegt mansal, ég hafi gert lítið úr vandanum og talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Þessi vitleysa úr bandaríska sendiráðinu hér á landi er ekki ný af nálinni. Hún var til umræðu hér á landi sumarið 2006 en þá skrifaði ég hér í dagbókina, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna 4. júlí: „Ég sagði í viðtali við Fréttablaðið, sem bar ummæli í skýrslu bandaríska sendiráðsins undir mig, en þar er meðal annars lagt mat á skoðun mína á mansali, að enginn frá sendiráðinu hefði rætt þessi mál við mig og ég skildi ekki hvernig unnt væri að álykta á þann veg um afstöðu mína og gert væri í skýrslunni. Ég hef ekki lesið skýrsluna og mér heyrðist á fréttum sjónvarpsins í kvöld, að ég þyrfti að minnsta kosti ekki að gera það, til að fræðast neitt um verkaskiptingu á þessu sviði innan stjórnarráðsins. Ég hef lagt á það áherslu, að lögreglan fái sem best tæki og heimildir til að takast á við mansal og annað, sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þar skiptir greining og mat á áhættu miklu." Í tilefni af því að nú er enn vitnað í þessar rangfærslur bandaríska sendiráðsins frá 2006 snýr vefsíðan Pressan sér til Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands, sem áður var lögfræðingur Alþjóðahúss. Af frásögn hennar má ráða, að hún hafi verið heimildarmaður bandaríska sendiráðsins, en hún hafi rætt við þá í trúnaði. Margrét segir á Pressunni 8. desember: „Maður gaf upplýsingar í trúnaði í því skyni að knýja á um að stjórnvöld viðurkenndu vandann, en stjórnvöld höfðu alltaf talað um Ísland sem gegnumstreymislands í mansalsmálum en ekki sem áfangastað mansals." Af þessum orðum verður ekki annað ráðið en fyrir Margréti hafi vakað að nota bandaríska sendiráðið með leynd til að flytja gagnrýni á íslensk stjórnvöld. Sendiráðsmenn hefðu hins vegar vísað til lögfræðings Alþjóðahúss í skýrslu sinni, hún hefði ekki gefið sendiráðinu upplýsingar síðan. Við Pressuna segir Margrét að auk þess að rjúfa trúnað hafi bandarísku sendiráðsmennirnir ekki haft rétt eftir henni í skýrslunni árið 2006. Sérkennilegt er að sjá hvernig þrýstihópar töldu sig geta notað bandaríska sendiráðið málstað sínum til framdráttar. Árni Finnsson fór þangað til að knýja Bandaríkjastjórn til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Lögfræðingur Alþjóðahúss notaði sendiráðsmenn til að ófrægja íslensk stjórnvöld í mansalsmálum. Allt er þetta hlutaðeigandi og sendiráðinu til minnkunar. Björn Bjarnason.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar