Rangfærslur sendiráðsstarfsmanna Björn Bjarnason skrifar 10. desember 2010 14:42 Í dag (8. desember) hafa íslenskir netmiðlar sagt frá bandarísku WikiLeaksskjali frá 2006 þar sem kemur fram það mat sendiráðsstarfmanna Bandaríkjanna hér á landi að mig hafi skort pólitískan vilja til að takast á við mögulegt mansal, ég hafi gert lítið úr vandanum og talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Þessi vitleysa úr bandaríska sendiráðinu hér á landi er ekki ný af nálinni. Hún var til umræðu hér á landi sumarið 2006 en þá skrifaði ég hér í dagbókina, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna 4. júlí: „Ég sagði í viðtali við Fréttablaðið, sem bar ummæli í skýrslu bandaríska sendiráðsins undir mig, en þar er meðal annars lagt mat á skoðun mína á mansali, að enginn frá sendiráðinu hefði rætt þessi mál við mig og ég skildi ekki hvernig unnt væri að álykta á þann veg um afstöðu mína og gert væri í skýrslunni. Ég hef ekki lesið skýrsluna og mér heyrðist á fréttum sjónvarpsins í kvöld, að ég þyrfti að minnsta kosti ekki að gera það, til að fræðast neitt um verkaskiptingu á þessu sviði innan stjórnarráðsins. Ég hef lagt á það áherslu, að lögreglan fái sem best tæki og heimildir til að takast á við mansal og annað, sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þar skiptir greining og mat á áhættu miklu." Í tilefni af því að nú er enn vitnað í þessar rangfærslur bandaríska sendiráðsins frá 2006 snýr vefsíðan Pressan sér til Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands, sem áður var lögfræðingur Alþjóðahúss. Af frásögn hennar má ráða, að hún hafi verið heimildarmaður bandaríska sendiráðsins, en hún hafi rætt við þá í trúnaði. Margrét segir á Pressunni 8. desember: „Maður gaf upplýsingar í trúnaði í því skyni að knýja á um að stjórnvöld viðurkenndu vandann, en stjórnvöld höfðu alltaf talað um Ísland sem gegnumstreymislands í mansalsmálum en ekki sem áfangastað mansals." Af þessum orðum verður ekki annað ráðið en fyrir Margréti hafi vakað að nota bandaríska sendiráðið með leynd til að flytja gagnrýni á íslensk stjórnvöld. Sendiráðsmenn hefðu hins vegar vísað til lögfræðings Alþjóðahúss í skýrslu sinni, hún hefði ekki gefið sendiráðinu upplýsingar síðan. Við Pressuna segir Margrét að auk þess að rjúfa trúnað hafi bandarísku sendiráðsmennirnir ekki haft rétt eftir henni í skýrslunni árið 2006. Sérkennilegt er að sjá hvernig þrýstihópar töldu sig geta notað bandaríska sendiráðið málstað sínum til framdráttar. Árni Finnsson fór þangað til að knýja Bandaríkjastjórn til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Lögfræðingur Alþjóðahúss notaði sendiráðsmenn til að ófrægja íslensk stjórnvöld í mansalsmálum. Allt er þetta hlutaðeigandi og sendiráðinu til minnkunar. Björn Bjarnason. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag (8. desember) hafa íslenskir netmiðlar sagt frá bandarísku WikiLeaksskjali frá 2006 þar sem kemur fram það mat sendiráðsstarfmanna Bandaríkjanna hér á landi að mig hafi skort pólitískan vilja til að takast á við mögulegt mansal, ég hafi gert lítið úr vandanum og talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Þessi vitleysa úr bandaríska sendiráðinu hér á landi er ekki ný af nálinni. Hún var til umræðu hér á landi sumarið 2006 en þá skrifaði ég hér í dagbókina, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna 4. júlí: „Ég sagði í viðtali við Fréttablaðið, sem bar ummæli í skýrslu bandaríska sendiráðsins undir mig, en þar er meðal annars lagt mat á skoðun mína á mansali, að enginn frá sendiráðinu hefði rætt þessi mál við mig og ég skildi ekki hvernig unnt væri að álykta á þann veg um afstöðu mína og gert væri í skýrslunni. Ég hef ekki lesið skýrsluna og mér heyrðist á fréttum sjónvarpsins í kvöld, að ég þyrfti að minnsta kosti ekki að gera það, til að fræðast neitt um verkaskiptingu á þessu sviði innan stjórnarráðsins. Ég hef lagt á það áherslu, að lögreglan fái sem best tæki og heimildir til að takast á við mansal og annað, sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þar skiptir greining og mat á áhættu miklu." Í tilefni af því að nú er enn vitnað í þessar rangfærslur bandaríska sendiráðsins frá 2006 snýr vefsíðan Pressan sér til Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands, sem áður var lögfræðingur Alþjóðahúss. Af frásögn hennar má ráða, að hún hafi verið heimildarmaður bandaríska sendiráðsins, en hún hafi rætt við þá í trúnaði. Margrét segir á Pressunni 8. desember: „Maður gaf upplýsingar í trúnaði í því skyni að knýja á um að stjórnvöld viðurkenndu vandann, en stjórnvöld höfðu alltaf talað um Ísland sem gegnumstreymislands í mansalsmálum en ekki sem áfangastað mansals." Af þessum orðum verður ekki annað ráðið en fyrir Margréti hafi vakað að nota bandaríska sendiráðið með leynd til að flytja gagnrýni á íslensk stjórnvöld. Sendiráðsmenn hefðu hins vegar vísað til lögfræðings Alþjóðahúss í skýrslu sinni, hún hefði ekki gefið sendiráðinu upplýsingar síðan. Við Pressuna segir Margrét að auk þess að rjúfa trúnað hafi bandarísku sendiráðsmennirnir ekki haft rétt eftir henni í skýrslunni árið 2006. Sérkennilegt er að sjá hvernig þrýstihópar töldu sig geta notað bandaríska sendiráðið málstað sínum til framdráttar. Árni Finnsson fór þangað til að knýja Bandaríkjastjórn til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Lögfræðingur Alþjóðahúss notaði sendiráðsmenn til að ófrægja íslensk stjórnvöld í mansalsmálum. Allt er þetta hlutaðeigandi og sendiráðinu til minnkunar. Björn Bjarnason.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun