Erlent

Fangelsi fyrir árás á Múhameðsteiknara

Óli Tynes skrifar
Lars Vilks teiknaði Múhameð sem hund.
Lars Vilks teiknaði Múhameð sem hund.

Tveir bræður hafa verið dæmdir til fangelsisvistar í Svíþjóð fyrir að reyna að kveikja í húsi listamannsins Lars Vilks.

Ástæðan fyrir tilræðinu var sú að Vilks teiknaði myndir af Múhameð spámanni sem birtust í sænskum fjölmiðlum.

Síðan hafa Vilks borist margar morðhótanir og hann hefur þurft að fara huldu höfði. Hann hefur einnig orðið fyrir árásum múslima á fyrirlestrum sem hann hefur flutt.

Bræðurnir eru tuttugu og eins og tuttugu og þriggja ára. Sá eldri fékk sex ára fangelsisdóm og hinn yngri fjögurra ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×