Erlent

Námamennirnir eru ekki byttur og dópistar

Heilbrigðisráðherra Chile hefur þurft að koma fram í fjölmiðlum og kveða niður sögusagnir þess efnis að námamennirnir 33 sem dúsa í lokaðri námu á 700 metra dýpi, séu alkóhólistar og fíkniefnaneytendur.

Á meðal fyrstu skilaboða sem mönnunum tókst að koma upp á yfirborðið var að biðja um bjór og vín. Ráðherrann segir engin vandkvæði hafa komið upp þrátt fyrir þurrkinn sem sanni að mennirnir séu ekki háðir sopanum.

Flestir mannanna reykja einnig en sérfræðingar NASA sem hafa aðstoðað við að halda mönnunum heilum á geðsmunum hafa þvertekið fyrir að senda þeim sígarettur. Þeir fá hins vegar tyggjó og plástra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×