Erlent

Engir gargandi grislingar

Óli Tynes skrifar
Ekki skemmtilegasti sessunauturinn.
Ekki skemmtilegasti sessunauturinn.

Nokkur leiguflugfélög eru að skoða möguleika á því að bjóða upp á barnlaus flug til vinsælla áfangastaða.

Meðal þeirra er Thomas Cook sem er að skoða barnlaust flug til vinsælustu áfangastaðanna þangað sem þeir fljúga tvisvar á dag.

Það eru staðir eins og Gran Canaria, Mallorca og Krít. Annað flugið yrði þá barnlaust en hitt fyrir fjölskyldur.

Í Skandinavíu er þegar farið að bjóða upp á barnlaus hótel á vinsælum áfangastöðum og það hefur gengið frábærlega vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×