Innlent

Steingrímur á von á kraftmiklum fundi

Mynd/Daníel Rúnarsson
Flokksráðsfundur Vinstri grænna hófst klukkan fimm í dag. Niðurstaða sveitastjórnarkosninganna verður meðal helstu mála sem rædd verða fundinum.

„Ég á bara von á því því að þetta verði kraftmikill og góður fundur. Það er svo margt undir. Sveitarstjórnarmálin, staðan núna, efnahagsmálin, horfurnar og hvar við erum á vegi stödd í endurreisninni. Það verður örugglega rædd um margt í þessum efnum," segir Steingrímur.

Rétt er að geta þess að Vinstri grænir töpuðu einum borgarfulltrúa í Reykjavík í síðustu borgarstjórnarkosningum og er nú aðeins með einn borgarfulltrúa í borginni. Flokksmenn eru óánægðir með það. En hvernig skyldi flokkráðsfundurinn takast á við það á að þingflokkur Vinstri grænna sé oft ekki samstíga á þingi?

„Við erum í þessu erfiða tiltektar og endurreisnar verkefni og þau hafa vissulega tekið í. Við höfum þurft að gera málamiðlanir því við erum að fást við erfiða hluti. Þannig að það er ekkert skrýtið að menn eru ekki alltaf sammála um mat á aðstæðum," segir Steingrímur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×