Erlent

Fimmtán krömdust í mannfjölda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fimmtán manns létust í mannfjöldanum. Mynd/ AFP.
Fimmtán manns létust í mannfjöldanum. Mynd/ AFP.
Að minnsta kosti 15 manns fórust í Gleðigöngu raftónlistarunnenda í Duisburg í Þýskalandi í dag, að því er BBC hefur eftir þýsku lögreglunni. Áður en slysið varð hafði lögreglan reynt að stöðva fólk í að fara á svæðið þar sem gangan var vegna þess hve mikill fjöldi hafði safnast þar saman.

Um 100 manns særðust alvarlega og nokkrir þeirra mjög alvarlega. Atvikið átti sér stað um klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. Þá var klukkan fimm í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×