Ekki auðskilið eintak Gunnar Smári Egilsson skrifar 25. september 2010 11:53 Jóhanna Sigurðardóttir er undarlegt eintak og ekki auðskilið. Fyrsta verk hennar sem forsætisráðherra var að lýsa yfir að engin sála á Íslandi ætti að hafa hærri laun en hún. Hún gegndi mikilvægasta, ábyrgðarfyllsta og erfiðasta starfinu. Hún var númer eitt. Þótt fáir efist um að starf forsætisráðherra sé erilsamt og lýjandi, þá held ég flestir séu þeirrar skoðunar að starf lækna sé mikilvægara, starf flugstjóra og leikskólakennara geti verið ábyrgðarfyllra og að það sé miklu erfiðara að þrífa grútartank en að ræða við fólk niður við Lækjargötu. Þessar hugmyndir Jóhönnu um eigið mikil-vægi eru því eilítið á skjön við hugmyndir meginþorra fólks. Eftir sem áður hefur henni tekist að fá fólk til liðs við sig í að hrekja ýmist hæfileikafólk frá Íslandi og til landa þar sem launastiginn er líkari almennum viðhorfum og ólíkur hugmyndum Jóhönnu. Við sjáum því á eftir læknum og hjúkrunarliði til Ameríku og íslenskir verkarar þrífa nú grútartanka í Noregi. Það vekur því furðu þegar þessi sama Jóhanna óskar þess að Alþingi úrskurði í eitt skipti fyrir öll að ráðherrar á Íslandi beri enga ábyrgð að lögum. Hvernig má það vera að hæst launuðu störfin í samfélaginu beri enga ábyrgð? Gengur það upp? Nei, auðvitað ekki. Jóhanna verður að velja á milli þessara tveggja andstæðu skoðana. Annað hvort heldur hún launum sínum og styður það að fyrrverandi ráðherrar sæti ábyrgð á aðgerðaleysi sínu þegar þeim var treyst fyrir efnahagslegum stöðuleika og heilbrigði íslensks efnahagslífs. Eða hún stendur vörð um gömlu ráðherranna og lækkar laun sín í takt við ábyrgðarleysi starfsins, til dæmis í 250 þúsund krónur á mánuði án fríðinda. Og við hin ættum að hafa hugfast að þótt niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis á hruni bankanna væri að stjórnendur bankanna bæru mesta ábyrgð á falli þeirra; þá er ekki þar með sagt að þessir stjórnendur bankanna beri mesta ábyrgð á falli íslensks efnahagslífs. Það fall var í boði íslenskra stjórnmálamanna. Það var ráðherranna að fylgjast með þróun mála og bregðast við. Útlánaaukning banka í kjölfar einkavæðingar var fyrirsjáanleg og hefði ekki orðið taumlaus og skaðleg nema sökum þess að þeir sem fóru með efnahagsstjórnina voru ábyrgðarlausir lýðskrumarar sem böðuðu sig í skammvinnri gleði almennings yfir innistæðulausri velsæld. Stærsta bóla heimsögunnar hefði ekki þanist út á Íslandi nema fyrir útreiknað mat stjórnmálamanna á hag sínum af þenslunni. Þeir mátu að ávinningur sinn af almennri velsældartilfinningu og auðsöfnun væri áhættunnar virði. Ímyndað góðæri myndi halda þeim við völd - um sinn að minnsta kosti. Það hafa margir hag af því að yfirfæra niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis yfir á samfélagið allt. Þegar litið er yfir fréttir haustsins af þrotarekstri sveitarfélaga, gjaldþroti orkufyrirtækja, skuldasöfnun heimila, fyrirtækja, trillukarla, bænda og safnaðarfélaga, töpuðum lífeyri, draugahverfum upp um allar heiðar, höfn sem byggð er á sandi - þá er erfitt að kyngja þeirri kenningu að þetta sé allt Jóni Ásgeiri að kenna. Eða Sigurjóni Árnasyni. Og allir aðrir séu saklausir. Og vinir Jóhönnu saklausastir allra. Tal Jóhönnu um að ekkert hefði mátt gera og allur skaðinn hefði verið skeður þegar hún og félagar hennar komu að málum er vart broslegt. Þetta er líkt vörn hjúkrunarliðs sem sinna átti sjúklingi en datt í það, dressaði sjúklinginn upp og farðaði fyrir heimsóknartíma til að blekkja aðstandendur, át konfektið hans og drakk maltið og þegar sjúklingurinn deyr vegna skorts á umönnun og meðferð ver hjúkrunarfólkið sig með því að sjúklingurinn hefði nú örugglega dáið hvort eð er fyrr en síðar. Að forsætisráðherra geti logið öðru eins að sjálfum sér er sjálfstætt tilefni til launalækkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir er undarlegt eintak og ekki auðskilið. Fyrsta verk hennar sem forsætisráðherra var að lýsa yfir að engin sála á Íslandi ætti að hafa hærri laun en hún. Hún gegndi mikilvægasta, ábyrgðarfyllsta og erfiðasta starfinu. Hún var númer eitt. Þótt fáir efist um að starf forsætisráðherra sé erilsamt og lýjandi, þá held ég flestir séu þeirrar skoðunar að starf lækna sé mikilvægara, starf flugstjóra og leikskólakennara geti verið ábyrgðarfyllra og að það sé miklu erfiðara að þrífa grútartank en að ræða við fólk niður við Lækjargötu. Þessar hugmyndir Jóhönnu um eigið mikil-vægi eru því eilítið á skjön við hugmyndir meginþorra fólks. Eftir sem áður hefur henni tekist að fá fólk til liðs við sig í að hrekja ýmist hæfileikafólk frá Íslandi og til landa þar sem launastiginn er líkari almennum viðhorfum og ólíkur hugmyndum Jóhönnu. Við sjáum því á eftir læknum og hjúkrunarliði til Ameríku og íslenskir verkarar þrífa nú grútartanka í Noregi. Það vekur því furðu þegar þessi sama Jóhanna óskar þess að Alþingi úrskurði í eitt skipti fyrir öll að ráðherrar á Íslandi beri enga ábyrgð að lögum. Hvernig má það vera að hæst launuðu störfin í samfélaginu beri enga ábyrgð? Gengur það upp? Nei, auðvitað ekki. Jóhanna verður að velja á milli þessara tveggja andstæðu skoðana. Annað hvort heldur hún launum sínum og styður það að fyrrverandi ráðherrar sæti ábyrgð á aðgerðaleysi sínu þegar þeim var treyst fyrir efnahagslegum stöðuleika og heilbrigði íslensks efnahagslífs. Eða hún stendur vörð um gömlu ráðherranna og lækkar laun sín í takt við ábyrgðarleysi starfsins, til dæmis í 250 þúsund krónur á mánuði án fríðinda. Og við hin ættum að hafa hugfast að þótt niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis á hruni bankanna væri að stjórnendur bankanna bæru mesta ábyrgð á falli þeirra; þá er ekki þar með sagt að þessir stjórnendur bankanna beri mesta ábyrgð á falli íslensks efnahagslífs. Það fall var í boði íslenskra stjórnmálamanna. Það var ráðherranna að fylgjast með þróun mála og bregðast við. Útlánaaukning banka í kjölfar einkavæðingar var fyrirsjáanleg og hefði ekki orðið taumlaus og skaðleg nema sökum þess að þeir sem fóru með efnahagsstjórnina voru ábyrgðarlausir lýðskrumarar sem böðuðu sig í skammvinnri gleði almennings yfir innistæðulausri velsæld. Stærsta bóla heimsögunnar hefði ekki þanist út á Íslandi nema fyrir útreiknað mat stjórnmálamanna á hag sínum af þenslunni. Þeir mátu að ávinningur sinn af almennri velsældartilfinningu og auðsöfnun væri áhættunnar virði. Ímyndað góðæri myndi halda þeim við völd - um sinn að minnsta kosti. Það hafa margir hag af því að yfirfæra niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis yfir á samfélagið allt. Þegar litið er yfir fréttir haustsins af þrotarekstri sveitarfélaga, gjaldþroti orkufyrirtækja, skuldasöfnun heimila, fyrirtækja, trillukarla, bænda og safnaðarfélaga, töpuðum lífeyri, draugahverfum upp um allar heiðar, höfn sem byggð er á sandi - þá er erfitt að kyngja þeirri kenningu að þetta sé allt Jóni Ásgeiri að kenna. Eða Sigurjóni Árnasyni. Og allir aðrir séu saklausir. Og vinir Jóhönnu saklausastir allra. Tal Jóhönnu um að ekkert hefði mátt gera og allur skaðinn hefði verið skeður þegar hún og félagar hennar komu að málum er vart broslegt. Þetta er líkt vörn hjúkrunarliðs sem sinna átti sjúklingi en datt í það, dressaði sjúklinginn upp og farðaði fyrir heimsóknartíma til að blekkja aðstandendur, át konfektið hans og drakk maltið og þegar sjúklingurinn deyr vegna skorts á umönnun og meðferð ver hjúkrunarfólkið sig með því að sjúklingurinn hefði nú örugglega dáið hvort eð er fyrr en síðar. Að forsætisráðherra geti logið öðru eins að sjálfum sér er sjálfstætt tilefni til launalækkunar.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar