Barnaverndarnefnd og Besti flokkurinn 22. október 2010 06:00 Nýlega var skipað í nýja nefnd barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Til að gera sér grein fyrir hinu veigamikla hlutverki barnaverndarnefndar ætla ég að fara nokkrum orðum um það hér. Meðal verkefna nefndarinnar er að beita þeim úrræðum sem koma fram í barnaverndarlögunum til verndar börnum sem best eiga við hverju sinni og heppilegust þykja til að tryggja hagsmuni og velferð þeirra. Eitt af þessum úrræðum er úrskurðarvald nefndarinnar til að beita þvingunarráðstöfunum. Þvingunarráðstafanirnar lýsa sér til dæmis í töku barns af heimili án samþykkis foreldra og einnig getur nefndin krafist þess fyrir dómi að foreldrar séu sviptir forsjá barns. Barnaverndarmál eru í eðli sínu afar viðkvæm og barnaverndarlöggjöfin hefur þá sérstöðu að hún felur í sér vald til handa barnaverndarnefndum að skerða friðhelgi fjölskyldunnar, en þessi friðhelgi er meðal grundvallarmannréttinda okkar samkvæmt stjórnarskránni. Í friðhelginni felst réttur fjölskyldunnar til að vera saman, að foreldrar fái að búa saman og fara með forsjá og annast uppeldi barna sinna án utanaðkomandi afskipta. Verkefni barnaverndarnefndanna geta verið þung, flókin og vandmeðfarin, þar sem fengist er við viðkvæma þætti í lífi fjölskyldna. Þar af leiðandi skiptir það sköpum að nefndirnar hafi yfir að ráða mjög hæfu starfsfólki sem hefur góða félags- og sálfræðiþekkingu og þar að auki góða yfirsýn, kunnáttu og reynslu á lagasviðinu er varðar barnaverndarmál sérstaklega til að geta sinnt hlutverki sínu á fullnægjandi hátt. Af framansögðu er ljóst að barnaverndarnefndir eru í eðli sínu dómstóll sem getur kveðið upp úrskurði sem geta haft afdrifarík áhrif og afleiðingar á fjölskyldur. Að öllu þessu sögðu var undirritaðri vægast sagt brugðið þegar Besti flokkurinn skipaði nýjan formann barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Formaðurinn er nýútskrifaður lögfræðingur, útskrifaðist úr lagadeild HR í vor, með enga reynslu af vinnslu barnaverndarmála. Til samanburðar má geta þess að formenn barnaverndarnefndar Kópavogs og Hafnarfjarðar eru lögfræðimenntaðir með áralanga reynslu af barnaverndarmálum og setum í nefndum og ráðum. Það verður að segjast eins og er að það að gera engar kröfur til svo mikilvægs starfs sem formaður barnaverndar Reykjavíkur er, er með öllu óábyrgt og vanhugsað af Besta flokknum og vanvirðing við barnafjölskyldur í Reykjavík, starfsfólk barnaverndar og málaflokkinn í heild sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nýlega var skipað í nýja nefnd barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Til að gera sér grein fyrir hinu veigamikla hlutverki barnaverndarnefndar ætla ég að fara nokkrum orðum um það hér. Meðal verkefna nefndarinnar er að beita þeim úrræðum sem koma fram í barnaverndarlögunum til verndar börnum sem best eiga við hverju sinni og heppilegust þykja til að tryggja hagsmuni og velferð þeirra. Eitt af þessum úrræðum er úrskurðarvald nefndarinnar til að beita þvingunarráðstöfunum. Þvingunarráðstafanirnar lýsa sér til dæmis í töku barns af heimili án samþykkis foreldra og einnig getur nefndin krafist þess fyrir dómi að foreldrar séu sviptir forsjá barns. Barnaverndarmál eru í eðli sínu afar viðkvæm og barnaverndarlöggjöfin hefur þá sérstöðu að hún felur í sér vald til handa barnaverndarnefndum að skerða friðhelgi fjölskyldunnar, en þessi friðhelgi er meðal grundvallarmannréttinda okkar samkvæmt stjórnarskránni. Í friðhelginni felst réttur fjölskyldunnar til að vera saman, að foreldrar fái að búa saman og fara með forsjá og annast uppeldi barna sinna án utanaðkomandi afskipta. Verkefni barnaverndarnefndanna geta verið þung, flókin og vandmeðfarin, þar sem fengist er við viðkvæma þætti í lífi fjölskyldna. Þar af leiðandi skiptir það sköpum að nefndirnar hafi yfir að ráða mjög hæfu starfsfólki sem hefur góða félags- og sálfræðiþekkingu og þar að auki góða yfirsýn, kunnáttu og reynslu á lagasviðinu er varðar barnaverndarmál sérstaklega til að geta sinnt hlutverki sínu á fullnægjandi hátt. Af framansögðu er ljóst að barnaverndarnefndir eru í eðli sínu dómstóll sem getur kveðið upp úrskurði sem geta haft afdrifarík áhrif og afleiðingar á fjölskyldur. Að öllu þessu sögðu var undirritaðri vægast sagt brugðið þegar Besti flokkurinn skipaði nýjan formann barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Formaðurinn er nýútskrifaður lögfræðingur, útskrifaðist úr lagadeild HR í vor, með enga reynslu af vinnslu barnaverndarmála. Til samanburðar má geta þess að formenn barnaverndarnefndar Kópavogs og Hafnarfjarðar eru lögfræðimenntaðir með áralanga reynslu af barnaverndarmálum og setum í nefndum og ráðum. Það verður að segjast eins og er að það að gera engar kröfur til svo mikilvægs starfs sem formaður barnaverndar Reykjavíkur er, er með öllu óábyrgt og vanhugsað af Besta flokknum og vanvirðing við barnafjölskyldur í Reykjavík, starfsfólk barnaverndar og málaflokkinn í heild sinni.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun