Sönn lýðræðisást 22. október 2010 06:00 Nú hafa nokkrir þingmenn innblásnir af lýðræðisást lagt fram þingsályktunartillögu að samhliða kjöri til stjórnlagaþings skuli einnig greitt atkvæði um hvort haldið skuli áfram viðræðum við Evrópusambandið. Þetta er auðvitað stórsnjöll tillaga enda slær hún tvær flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi kemur þetta í veg fyrir að við fáum að vita hvað hægt er að fá út úr viðræðum við þetta ferlega fyrirbæri sem ESB er og í seinna lagi þá sparar þetta þingmönnunum það ómak að leggja fram aftur tillögu sína að draga eigi umsóknina til baka. Af einhverjum ástæðum voru þeir hálfhræddir að hún myndi ekki vera samþykkt á Alþingi. Í anda þessarar lýðræðisástar eiga þessir þingmenn auðvitað að víkka út þessa þjóðaratkvæðishugmynd og taka fleiri kosningar inn í pakkann. Til dæmis væri þjóðráð að kjósa hvort viðhalda eigi núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Einnig mætti kjósa um hvort hækka eigi skatta eða lækka þá. Svo mætti taka inn þjóðlendumálin og kjósa um þau um allt land. Í einstökum kjördæmum mætti til dæmis kjósa um opnun áfengisverslunar eða hvort sameina eigi fleiri sveitarfélög. Kópavogsbúar og Reykvíkingar gætu hæglega kosið um hugmynd borgarstjórans að sameina þessi tvo sveitarfélög. Álftnesingar gætu tekið afstöðu til sameiningar við Hafnarfjörð, Garðabæ eða Reykjavík. Þetta er nefnilega gullið tækifæri til að láta hið fullkomna lýðræði verða að veruleika. Þessari áskorun er hér með komið á framfæri við þessa sjö mjög svo verðugu fulltrúa okkar á Alþingi. Allt í nafni þess að þjóðin fái nú örugglega ekki að kynna sér hugsanlegan samning við Evrópusambandið og að kjósa um slíkan samning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nú hafa nokkrir þingmenn innblásnir af lýðræðisást lagt fram þingsályktunartillögu að samhliða kjöri til stjórnlagaþings skuli einnig greitt atkvæði um hvort haldið skuli áfram viðræðum við Evrópusambandið. Þetta er auðvitað stórsnjöll tillaga enda slær hún tvær flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi kemur þetta í veg fyrir að við fáum að vita hvað hægt er að fá út úr viðræðum við þetta ferlega fyrirbæri sem ESB er og í seinna lagi þá sparar þetta þingmönnunum það ómak að leggja fram aftur tillögu sína að draga eigi umsóknina til baka. Af einhverjum ástæðum voru þeir hálfhræddir að hún myndi ekki vera samþykkt á Alþingi. Í anda þessarar lýðræðisástar eiga þessir þingmenn auðvitað að víkka út þessa þjóðaratkvæðishugmynd og taka fleiri kosningar inn í pakkann. Til dæmis væri þjóðráð að kjósa hvort viðhalda eigi núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Einnig mætti kjósa um hvort hækka eigi skatta eða lækka þá. Svo mætti taka inn þjóðlendumálin og kjósa um þau um allt land. Í einstökum kjördæmum mætti til dæmis kjósa um opnun áfengisverslunar eða hvort sameina eigi fleiri sveitarfélög. Kópavogsbúar og Reykvíkingar gætu hæglega kosið um hugmynd borgarstjórans að sameina þessi tvo sveitarfélög. Álftnesingar gætu tekið afstöðu til sameiningar við Hafnarfjörð, Garðabæ eða Reykjavík. Þetta er nefnilega gullið tækifæri til að láta hið fullkomna lýðræði verða að veruleika. Þessari áskorun er hér með komið á framfæri við þessa sjö mjög svo verðugu fulltrúa okkar á Alþingi. Allt í nafni þess að þjóðin fái nú örugglega ekki að kynna sér hugsanlegan samning við Evrópusambandið og að kjósa um slíkan samning.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar