Erlent

Allir heim að gera það - berbakt

Óli Tynes skrifar
Ahhh, einn fyrir Guð.
Ahhh, einn fyrir Guð.

Háttsettur embættismaður í Páfagarði hefur hvatt kristna Evrópubúa til þess að eignast fleiri börn. Ella segir hann að múslimar muni í framtíðinni yfirtaka Evrópu. Séra Piero Gheddo sagði að á sama tíma og fæðingum fækkaði hjá Evrópubúum kæmu þangað herskarar múslima sem eignuðust býsnin öll af börnum.

Faðir Gheddo benti á að frá lýðfræðilegu sjónarmiði fækkaði innfæddum Ítölum nú um 120-130 þúsund á ári vegna getnaðarvarna og fóstureyðinga. Á sama tíma kæmu árlega um 200 þúsund nýir innflytjendur til landsins. Yfir helmingur þeirra væru múslimar sem fjölguðu sér ört. Faðir Gheddo sagði að ef kaþólikkar tækju aftur upp kristna lifnaðarhætti myndi það fylla tómu vöggurnar.

Ekki er ástæða til þess að efast um að faðir Gheddo hafi lýðfræðina á hreinu. Það er hinsvegar ekki hægt að segja að hann og starfsbræður hans gangi á undan með góðu fordæmi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×