Lífið

Paris vill börn

Paris Hilton. MYND/Cover Media
Paris Hilton. MYND/Cover Media

Paris Hilton ætlar að eignast börn því þannig telur hún sig geta fundið sannan tilgang í lífinu.

Paris er á föstu með næturklúbbeiganda, Cy Waits, sem á 7 ára gamla dóttur frá fyrra sambandi, en Paris hefur eytt töluverðum tíma með honum og stúlkunni sem hefur kennt hótelerfingjanum hvað skiptir raunverulega máli í lífinu.

„Við gerum ósköp venjulega hluti saman eins og að slaka á og undirbúa stepuna fyrir skólann," sagði Paris sem er að kynnast nýjum áherslum í lífinu með Cy og dóttur hans sem er orðin góð vinkona Parisar.

„Ég nýt þess að vera í kringum þau og ég held að ég vilji eignast börn því þau gefa lífinu gildi. Ég ætla að eignast nokkur börn á því leikur enginn vafi," sagði Paris.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.